Tagged Síldarævintýrið

Vill skýrari reglur

„Daní­el Guðjóns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, von­ast til að úr­sk­urður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins um lög­gæslu­kostnað vegna Síld­ar­æv­in­týr­is­ins á Sigluf­irði verði leiðbein­andi fyr­ir bæj­ar­hátíðir í land­inu. Ráðuneytið hef­ur til meðferðar kvört­un Fjalla­byggðar vegna um­sagn­ar embætt­is lög­reglu­stjóra Norður­lands eystra út af um­sókn um tæki­færis­leyfi fyr­ir Síld­ar­æv­in­týrið. Fjalla­byggð neitaði að greiða lög­gæslu­kostnað vegna hátíðar­inn­ar. Í sam­komu­lagi við…

Trilludagar, Síldardagar, Síldarævintýrið

„Helgina 23.-24. júlí verða haldnir Trilludagar á Siglufirði. Eitt og annað verður í boði þessa helgi og munu nokkrir trillueigendur og aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á sjóstöng gefa fólki kost á smá siglingu út fjörðinn og renna fyrir fisk. Boðið er upp á gönguferð, fjölskylduratleik í skógræktinni, tónleika og ýmislegt fleira.“ Þetta segir…

Félag um Síldarævintýri

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri verður haldinn í Bátahúsinu næsta þriðjudag, 19. janúar, kl. 17.00. Núverandi stjórn og undirbúningsnefnd hefur sagt sig frá störfum og óskað er eftir nýju fólki til þess að taka við keflinu. Mynd og texti: Aðsent.

Söltunargengið heimsótti sjúkrahúsið

Söltunargengið kom í óvænta heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði um kaffileytið í dag og bauð upp á síldarsmökkun, ásamt því að flytja nokkur klassísk sjómannalög við mikla ánægju og þökk viðstaddra. Er þetta framtak á miðju Síldarævintýri til mikillar fyrirmyndar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Síldardagar á fullu

Síldardagar hófust kl. 16.00 á fimmtudag í síðustu viku, 23. júlí, með lifandi viðburði á Ljóðasetrinu, og standa fram að Kertamessu í Siglufjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 30. júlí næstkomandi, þegar Síldarævintýrið hefst formlega. Hefur verið mikið um dýrðir og verður áfram. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin fyrr í dag þegar verið var að setja upp tjald Sirkuss Íslands…

Síldarævintýrið

Dagskrá Síldarævintýrisins 2015 fer að taka á sig endanlega mynd bráðum, en þangað til er birt hér eitt plakat með upplýsingum um nokkur þau sem koma fram. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Dagskrá Síldarævintýris 2015

Nú er unnið hörðum höndum að því að setja saman dagskrá fyrir komandi Síldarævintýri. Að venju hefst hátíðin með Síldardögum fimmtudaginn 23. júlí og standa þeir fram að ævintýrinu sjálfu sem svo lýkur mánudaginn 3. ágúst. Líkt og áður óskar undirbúningsnefnd hátíðarinnar eftir því að skemmtistaðir, veitingastaðir, félagasamtök, íþróttafélög, gallerí og allir aðrir sem áhuga…

«Komdu með eina þykkari næst»

Landnámsmaður Siglufjarðar hét Þormóður og hafði viðurnefnið „rammi“, eflaust sökum atgervis síns, hefur þótt meira en lítið hraustur. Um þúsund árum síðar býr hér annar maður, sem ekki er heldur fisjað saman. Hann verður 60 ára gamall í janúar á næsta ári, var lögreglumaður í næstum 25 ár en er nú öryrki, eftir að hægri…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is