Tagged Siglufjörður

Rifsnesið strandaði í höfninni

Línubáturinn Rifsnes SH 44 strandaði fyrr í kvöld á sandrifi skammt sunnan við Hafnarbryggjuna á Siglufirði. Björgunarskipið Sigurvin var kallað út til að freista þess að draga línubátinn af rifinu og það tókst giftusamlega upp úr kl. 20.00. Sjá líka hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Sviku gefin loforð

„Bæjarráð Fjallabyggðar segir að forsvarsmenn Arion banka hafi gengið á bak orða sinna þegar 6,7 stöðugildum var sagt upp störfum í útibúum bankans í sveitarfélaginu. Þetta sé þvert á þær yfirlýsingar sem bankinn hafi gefið bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku bankans á Afli Sparisjóði á Siglufirði. Arion banki sagði upp 46 starfsmönnum í lok síðasta…

Siglufjarðarpistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

Kveðið úr kirkjuturni

Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri…

Rigndi mest á Siglufirði

Veðurstofan hefur birt kort með upplýsingum um úrkomu frá kl. 9 í gærmorgun til kl. 9 í morgun. Langhæsta talan er á Siglufirði, 74,3 millimetrar. Þetta er eini staðurinn á landinu þar sem úrkoman var meiri en 50 millimetrar á sólarhring. Fyrir tveimur vikum, 10.-11. september, rigndi heldur meira á Siglufirði. Úrkoman mældist þá 94,7…

Blakæfingar í Fjallabyggð

Blakfélag Fjallabyggðar (BF) er með skipulagðar blakæfingar í íþróttahúsinu á Siglufirði á eftirtöldum tímum: Mánudagur kl. 17:00-18:00: Krakka- og unglingablak fyrir 4.-10. bekk. Mánudagur kl. 18:00-19:30: Karlar. Mánudagur kl. 19:30-21:00: Konur. Miðvikudagur kl. 18:00-19:30: Karlar og konur. Fimmtudagur kl. 20:00-21:30: Íslandsmótshópur kvenna. Nýir iðkendur eru hvattir til að prufa þessa skemmtilegu íþrótt og upplifa frábæran…

Hafnarbryggjan tekin í notkun

Á fimmtudag í nýliðinni viku, 15. september, var í Morgunblaðinu frétt um Bæjarbryggjuna, sem oftar er reyndar kölluð Hafnarbryggjan, og m.a. rætt við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Fjallabyggðar. Stefnt er að því að taka hana í notkun um komandi mánaðamót eftir miklar endurbætur og stækkun. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 27. febrúar 2016, þegar verið var…

Samgöngubætur í Nesskriðum

Í blíðskaparveðri 3. september síðastliðinn fór Björn Z. Ásgrímsson ásamt þeim Ásgrími Angantýssyni og Hannibal Jónssyni út í Nesskriður í norðaustanverðum Siglufirði þeirra erinda að gera skriðurnar auðveldari yfirferðar. Að sögn Björns var verkefnið tvíþætt, annarsvegar að endurbæta það sem gert var í fyrra og hinsvegar að auðvelda aðgengi í fleiri giljum. „Við nutum einnig…

Ragnar Helgason 90 ára

Ragnar Helgason fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Hann fæddist 14. september árið 1926. Foreldrar hans voru Helgi Ásgrímsson skipstjóri á Kambi á Siglufirði og Þóra Þorkelsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Afi Ragnars í föðurætt var Ásgrímur Þorsteinsson skipstjóri, meðhjálpari og skíðakappi á Siglufirði. Systkinin á Kambi voru sjö og er Ragnar næstyngstur þeirra. Kona…

Siglfirsk verk á uppboði

Á listmunauppboði hjá Gallerí Fold í síðustu viku voru seld tvö verk sem tengjast Siglufirði, gamalt málverk og líkan af skipi. Málverkið var eftir Sigríði Sigurðardóttur listmálara (f. 1904, d. 1971) en hún var um tíma eiginkona hins þekkta teiknara Tryggva Magnússonar. Þetta verk er 30×42 sentimetrar og var selt á 27.500 krónur. Margt bendir…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]