Tagged Siglufjörður

Hjarta bæjarins

Á morgun, föstudaginn 16. desember kl. 14.00, verður opnuð ný verslun á Siglufirði. Hún ber nafnið Hjarta bæjarins og er til húsa að Suðurgötu 6, þar sem Snyrtistofa Hönnu var áður. Eigandi er Anna Hulda Júlíusdóttir. Á boðstólum verður íslensk hönnun, handverk og gjafavara. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir þaðan teknar nú í…

Skemmtiferðaskip 2017

Ranglega var frá því greint á Vísi.is í gær, og Fréttablaðinu þar á undan, að von væri 33 skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á næsta ári. Hið rétta er að skemmtiferðaskipin, sem þegar hafa bókað sig, eru 7 talsins en munu hins vegar koma alls 33 sinnum, með alls 4.780 farþega, samkvæmt upplýsingum frá Anitu Elefsen, forstöðumanns…

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Styrkur til Salthússins

Í fyrrakvöld, 26. október, undirrituðu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, samning um 35 milljón króna styrk til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu Salthússins. Styrkurinn verður greiddur á fjögurra ára tímabili, frá 2017-2020. Þetta má lesa í nýrri frétt á heimasíðu safnsins. Sjá nánar þar. Mynd: Aðsend. Texti: Af heimasíðu Síldarminjasafnsins…

Níræður kór í norðurferð

Hinn 12. nóvember næstkomandi heldur Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð norður í Skagafjörð og á Siglufjörð. Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði kl. 14.00, þar sem Karlakórinn Heimir slæst í hópinn og í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00. Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þá syngur kórfélaginn og Skagfirðingurinn, Árni Geir…

Kveðjuhóf

Í gær, laugardag, komu vinir og stuðningsmenn Kristjáns L. Möller saman í Aðalbakaríinu á Siglufirði til að kveðja og þakka honum 17 ára farsæla setu á Alþingi, en hann lét sem kunnugt er af þingmennsku á dögunum, og hann á móti þakkaði fyrir langan og dyggan stuðning heimamanna og annarra. Í kveðjuhófinu afhenti hann síðan…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Barnastarfið verður á sínum stað í Siglufjarðarkirkju á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til 12.45. Annað kvöld kl. 20.00 verður svo í safnaðarheimilinu dagskrá í tali og tónum við kertaljós og með léttum veitingum. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, les valdar kveikjur úr samnefndri bók sinni, og Hjalti Jónsson, sálfræðingur og…

Elrisöngvari og fleiri

Nú er kominn sá tími ársins að mikið fari að bera á hrakningsfuglum sem koma gjarnan til Íslands á haustin fyrir áhrif vinda sem bera þá af leið. Hingað til Siglufjarðar koma alltaf einhverjir og er skemmst að minnast gjóðursins um þetta leyti í hitteðfyrra, og býsvelgsins þar á undan, en sú tegund hafði einungis…

10 milljónir í rannsóknir og undirbúning á jarðgöngum

Samþykkt hefur verið að veita 10 milljónum til rannsókna og undirbúnings á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta annars vegar og milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar hins vegar. Atkvæðagreiðsla um breytingartillögur við samgönguáætun 2015-2018 fór fram í morgun. Þetta má lesa á Rúv.is. „Upphafið er þingsályktunartillaga mín og 12 annara þingmanna í vetur, um tvær mögulegar leiðir,“…

Ný sjókort vantaði

Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir skort á nýj­um sjó­kort­um vera eina helstu ástæðu þess að línu­bát­ur­inn Rifs­nes strandaði skammt frá bryggju Siglu­fjarðar­hafn­ar í gær­kvöldi. Þetta mátti lesa í frétt á Mbl.is í dag. Belg­ískt sand­dælu­skip, Galilei 2000, vann sem kunnugt er í ágúst og september við að dýpka höfn­ina og hafn­ar Gunn­ar því að…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]