Tagged Siglufjarðarvegur

Mjög hvasst á Siglufjarðarvegi

Mjög hvasst er á Norðurlandi þessa stundina. Sérstaklega er varað við hviðum á Siglufjarðarvegi. Hringvegurinn er auður á láglendi en nokkur hálka er á útvegum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Á morgun er búist við annarri lægð og öllu dýpri. Hún verður í…

Allt á hreyfingu

Mikið hefur fennt á norðanverðu landinu undanfarna sólarhringa og hefur Siglufjarðarvegur t.a.m. verið lokaður vegna snjóflóða. „Ég held að það hafi skapast nákvæmlega sama ástand núna og í ágúst í fyrra í rigningunni, þegar Hvanneyraráin fór úr böndum. Það er búin að vera gríðarleg ofankoma á tiltölulega litlu svæði yst á Tröllaskaga, með þessum afleiðingum sem…

Vonskuveður á leiðinni

Í ljósi veðurspár er ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Frá Holtavörðuheiði og til Akureyrar má búast við að fjallvegir lokist síðdegis og á þeirri leið er varað við miklu hvassviðri. Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar….

Siglufjarðarvegur

Enn er unnið að viðgerðum á Siglufjarðarvegi eftir aurflóðin í lok ágústmánaðar og er umferðarhraði því á köflum tekinn niður í 50 km/klst. Eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitssemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin fyrir þremur dögum, 5. október. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Jarðsigið lagað

Á heimasíðu Vegagerðarinnar í gær, 11. júlí, var tilkynning um að búast mætti við umferðartöfum á Siglufjarðarvegi þann dag og næstu vegna vinnu við jarðsig. Tíðindamaður Siglfirðings.is leit yfir í Almenninga í morgun og tók meðfylgjandi ljósmynd af veghefli frá Bás hf. í aksjón hjá vesturmörkum Fjallabyggðar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Snjóflóð féll við Strákagöng

„Snjóflóð féll Siglufjarðarmegin við Strákagöng í gærkvöldi og lokaði veginum. Enginn var þar á ferð þegar flóðið féll, en skömmu síðar bar þar að bíla, sem voru að koma úr Skagafirði, og selfluttu björgunarsveitarmenn fólkið úr þeim yfir flóðið, en vegurinn verður ekki ruddur fyrr en búið verður að kanna aðstæður nánar. Mikil snjóflóðahætta er…

Ófært á Siglufjarðarvegi

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á flestum fjallvegum. Ófært er á Siglufjarðarvegi og beðið með mokstur vegna snjóflóðahættu. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Óveður er á Siglufjarðarvegi

Nú hlánar hratt með hlýum loftmassa og talsverðum sunnanvindi. Við þær aðstæður má búast við að flughálka myndist þar sem þjappaður snjór eða klaki er fyrir á vegum. Á Norðvesturlandi er flughált í Langadal og frá Sauðárkróki í Ketilás annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum leiðum. Þæfingsfærð og óveður er á Öxnadalsheiði. Óveður…

Snjóflóðahætta

Varað er við snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi. Vegurinn um Siglufjarðarveg er lokaður. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Miklum snjó kyngdi niður í dag á utanverðum Tröllaskaga og var hann blautur. Mynd: Vegagerðin. Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | [email protected]

Ríplarnir sanna gildi sitt

Snjóflóð féll á Siglufirði í síðustu viku, sem stöðvaðist á varnargarði fyrir ofan bæinn. Hefði hann ekki verið þar, hefði flóðið líklega náð að efstu húsum í bænum. Flóðið féll líklegast þann 12. desember en varnargarðurinn er ofan Hávegar. Íbúar þar sem fréttastofa hefur rætt við urðu ekki varir við snjóflóðið að nokkru leyti og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]