Tagged Siglufjarðarprestakall

Kirkjuskóli og kertamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Kl. 17.00 á morgun verður svo kertamessa á rólegum nótum, sungið við píanóundirleik. Þar munu tvær stúlkur úr hópi fermingarbarna vetrarins lesa, þær Júlía Birna Ingvarsdóttir og Thelma Dögg Þorsteinsdóttir. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Helgihald um jól og áramót

Helgihald á vegum Siglufjarðarkirkju um jólin og áramótin verður svofellt: 24. desember kl. 17.00: Aftansöngur jóla. 25. desember kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta. 25. desember kl. 15.15: Helgistund á sjúkrahúsinu. 31. desember kl. 17.00: Aftansöngur á gamlársdag. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hjónakoss á Múlakollu

Af Múlakollu, sem er efsti hluti Ólafsfjarðarmúla, 984 m.y.s., er útsýni stórkostlegt og sést vítt um fjöll og dali. Það var eins í fyrradag, 9. apríl, þegar þar uppi fór fram giftingarathöfn í blíðskaparveðri, sú fyrsta sem vitað er um. Brúðhjónin voru komin alla leið frá Svíþjóð til að ganga í það heilaga, hann Ólafsfirðingur,…

Aðalsafnaðarfundur Siglufjarðarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Siglufjarðarsóknar, fyrir árin 2013 og 2014, verður haldinn á sunnudaginn kemur, 1. mars, kl. 17.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd og sóknarprestur Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is