Tagged Siglufjarðarkirkja

Kveðið úr kirkjuturninum

Margir hafa veitt athygli undarlegum söng sem hljómað hefur að undanförnu úr kirkjuturninum á Siglufirði – á hádegi og síðdegis. Skal nú upplýst að þarna var um „listrænan gjörning“ að ræða sem koma átti forsvarsmönnum og gestum Þjóðlagahátíðar á óvart. Ónefndur heimamaður kvað þar gamla stemmu um ellina, þegar fátt er annað eftir en yndið…

Heiðar Örn Ólafsson

Heiðar Örn Ólafsson var færður til skírnar í Siglufjarðarkirkju í dag. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásta Rós Reynisdóttir og Ólafur Guðmundur Guðbrandsson, Hafnartúni 14 á Siglufirði. Stóra systir Heiðars Arnar er Selma Mjöll, fjögurra ára gömul. Skírnarvottar í dag voru Jóhann Örn Guðbrandsson, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir og…

Myndir frá því í morgun

Þjóðhátíðardagurinn í Fjallabyggð hófst með því að kl. 09.00 í morgun voru fánar dregnir að húni og kl. 11.00 hófst athöfn á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju. Kirkjukór Siglufjarðar söng tvö lög undir stjórn Rodrigo J. Thomas, eitt í upphafi og annað í lokin, bæði eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti síðan ávarp og…

Aðalfundur KGSÍ

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn laugardaginn 28. maí síðastliðinn á Siglufirði og var þetta 21. aðalfundur KGSÍ, en þeir hafa verið haldnir árlega í öllum landshlutum. KGSÍ var stofnað í desember 1995 eftir nokkra undirbúningsvinnu, sem meðal annars fólst í því að kanna þörf á slíku sambandi hér á landi. Stjórn KGSÍ ályktaði að…

Aron Örn Jóhannsson

Aron Örn Jóhannsson var færður til skírnar í Siglufjarðarkirkju í dag. Hann fæddist 19. febrúar síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans eru Jóhanna Bryndís Þórisdóttir og Jóhann Örn Guðbrandsson, Víðivöllum 8 á Akureyri. Aron Örn á tvo eldri bræður, það eru Elmar Orri, að verða sex ára, og Benedikt Þórir, að verða níu ára….

Brasilískir tónar

Tónleikar verða í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, laugardag, og hefjast þeir klukkan 20.30. Brasilíski gítarleikarinn og söngvarinn Ife Tolentino á að baki langan og litríkan feril í heimalandi sínu, þar sem hann hefur starfað með ýmsum frábærum listamönnum. Ife hefur verið tíður gestur á Íslandi undanfarin ár í boði Óskars Guðjónssonar, en þeir kynntust í London…

Úr kirkjuturni á Siglufirði

Egill Helgason er staddur á Siglufirði vegna þáttagerðar, sem nánar verður frá greint síðar. Á miðvikudag birti hann eftirfarandi pistil á heimasíðu sinni: „Ég fékk að klöngrast upp í kirkjuturninn á Siglufirði í gær – í mikilli sumarblíðu. Það er ekki alveg auðvelt fyrir mann af minni stærð, það er upp þrönga stiga og op…

Styrktartónleikar

Styrktartónleikar fyrir Grétar Braga Hallgrímsson verða haldnir í Siglufjarðarkirkju á miðvikudaginn kemur, 8. júní, kl. 20.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Auglýsing: Aðsend.

Skírn og hjónavígsla

Fyrr í dag var Brynja Guðmundsdóttir færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Katrín Drífa Sigurðardóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson, að Hávegi 26 á Siglufirði. Brynja á tvö eldri systkin, Jóhann Gauta, á 8. ári, og Guðnýju, á 4. ári. Skírnarvottar eða guðfeðgin voru Björn…

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Skálarhlíð fyrr í dag, kl. 14.30, og verða í Siglufjarðarkirkju kl. 17.00, og á morgun, 19. maí, á Hornbrekku kl. 14.30 og í Tjarnarborg, kl. 17.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is