Tagged Siglufjarðarkirkja

Níræður kór í norðurferð

Hinn 12. nóvember næstkomandi heldur Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð norður í Skagafjörð og á Siglufjörð. Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði kl. 14.00, þar sem Karlakórinn Heimir slæst í hópinn og í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00. Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þá syngur kórfélaginn og Skagfirðingurinn, Árni Geir…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Barnastarfið verður á sínum stað í Siglufjarðarkirkju á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til 12.45. Annað kvöld kl. 20.00 verður svo í safnaðarheimilinu dagskrá í tali og tónum við kertaljós og með léttum veitingum. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, les valdar kveikjur úr samnefndri bók sinni, og Hjalti Jónsson, sálfræðingur og…

Kirkjuskólinn að hefjast

Á morgun, sunnudag, kl. 11.15, hefst barnastarf vetrarins (kirkjuskólinn) í Siglufjarðarkirkju. Um sama umsjónarfólk verður að ræða og undanfarin ár, fyrir utan það að Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat mun til áramóta koma í stað sóknarprestsins, í námsleyfi hans. Fermingarbörn vetrarins sjá um tónlistarflutning og fleira. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Kveðið úr kirkjuturni

Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri…

Skákmeistari Norðlendinga 2016

Fide-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2254) varð hlutskarpastur á Skákþingi Norðlendinga 2016 sem lauk fyrr í dag á Siglufirði. Í öðru sæti varð Fide-meistarinn Þröstur Árnason (2255) og í þriðja sæti Halldór Halldórsson (2247). Þeir hlutu allir fimm og hálfan vinning af sjö mögulegum, en innbyrðis stigareikningur réði endanlegum úrslitum. Skákmeistari Norðlendinga 2016 varð Sigurður Arnarson…

Skákþingið hefst í kvöld

Skákþing Norðlendinga 2016 hefst í kvöld í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju, kl. 20.00. Alls eru 27 keppendur skráðir til leiks, þar af einn stórmeistari og þrír Fide-meistarar. Mótinu verður fram haldið á morgun og því lýkur á sunnudag. Þá mun taka við Hraðskákmót Norðlendinga 2016. Sjá nánar hér og hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson…

Merkjasala Systrafélagskvenna

Systrafélag Siglufjarðarkirkju er að hefja sína árlegu merkjasölu. Gengið verður í hús á Siglufirði og nýja merkið boðið til sölu. Vonast félagið til að íbúar bæjarins taki jafn vel á móti Systrafélagskonum og verið hefur undanfarin ár. Eina markmið Systrafélagsins er að styðja og hlúa að kirkjunni okkar, Siglufjarðarkirkju, og hefur félagið m.a. fjármagnað þær…

Skákþing Norðlendinga 2016

Skákþing Norðlendinga 2016 verður haldið í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 26. til 28. ágúst næstkomandi. Skákfélag Siglufjarðar sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, þ.e.a.s. fjórar atskákir og þrjár kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Núverandi Skákmeistari Norðlendinga er Jón Kristinn…

Laufey Rún Aronsdóttir

Laufey Rún Aronsdóttir var færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju í dag. Hún fæddist 18. júní síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Laufey Rún á tvær eldri systur, þær eru Bylgja Líf, fædd árið 2011, og Emilía Ólöf, fædd árið 2008. Foreldrar þeirra eru Særún Hlín Laufeyjardóttir og Aron Mar Þorleifsson, að Hvanneyrarbraut 64 á Siglufirði. Guðfeðgin…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]