Tagged Siglfirðingafélagið

Kaffidagur Siglfirðingafélagsins

Við minnum á Siglfirðingakaffið í Grafarvogskirkju á sunnudaginn 22. maí og hvetjum þau sem eru vön að koma með bakkelsi á þessum degi til að halda því endilega áfram. Það jafnast jú ekkert á við siglfirskt bakkelsi. Sjáumst á sunnudaginn. Með góðri kveðju, Stjórn Siglfirðingafélagsins Auglýsing og texti: Aðsent. Ljósmynd af Grafarvogskirkju: Sigurður Ægisson |…

Myndir frá kaffisamsæti

Í gær buðu formaður Siglfirðingafélagsins, Rakel F. Björnsdóttir, og Heiðar Ástvaldsson Heldriborgurum Siglfirðingafélagsins til kaffisamsætis á Café Catalínu í Kópavogi. Kristján L. Möller var þar og tók nokkrar myndir og sendi fréttavefnum. Myndir: Kristján L. Möller. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Myndir, kaffi og dans

Rakel F. Björnsdóttir formaður Siglfirðingafélagsins og Heiðar Ástvaldsson fyrrum formaður og danskennari bjóða Heldriborgurum Siglufjarðar (50-60+) til kaffisamsætis á Café Catalínu í Kópavogi þriðjudaginn 12. janúar kl. 17.00 til 19.00. Þar verður rýnt í nokkrar nýjar og skemmtilegar myndir frá Siglufirði, boðið upp á kaffisopa og muffins, spjallað um heima og geima og svo er…

Jólaball Siglfirðingafélagsins

Jólaball Siglfirðingafélagsins var haldið í gær í sal KFUM og KFUK í Reykjavík. Hátt í tvö hundruð prúðbúnir Siglfirðingar á öllum aldri skemmtu sér og sungu og dönsuðu af lífi og sál í sannkallaðri hátíðarstemningu með þeim bræðrum Hurðaskelli og Kertasníki og hljómsveitinni Fjörkarlarnir. Sjá nánar hér. Mynd og texti: Aðsent.

Langlífir Siglfirðingar

Í haustblaði Siglfirðingafélagsins, sem var að koma út, er forvitnileg grein eftir Jónas Ragnarsson um þá Siglfirðinga sem hafa náð hundrað ára aldri og nokkra sem ekki náðu þeim áfanga. Sjá hér fyrir neðan. Mynd: Skjáskot af hluta forsíðu nýjasta Siglfirðingablaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins var haldinn í gærkvöldi. Lögð var fram skýrsla stjórnar og ársreikningar. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa: Rakel Fleckenstein Björnsdóttir formaður, Jónas Skúlason varaformaður, Þórunn Helga Þorkelsdóttir gjaldkeri, Halldóra Jónasdóttir ritari og meðstjórnendur: Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Líney Rut Halldórsdóttir. Á meðfylgjandi ljósmynd er hluti stjórnar. Sjá nánar hér….

Boð í útgáfuhóf

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, formaður Siglfirðingafélagsins, þýddi nýverið bókina Þarmar með sjarma sem kom út hjá Sigfirðingnum Pétri Má Ólafssyni hjá Bjarti-Veröld og er bókin að slá í gegn hér á landi eins og hún hefur gert víða um heim. Bókin hefur verið þýdd á 30 tungumál og eru yfir 1 milljón eintaka seld. Í bókinni…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is