Tagged Sea Explorer 1

Demanturinn kom í þriðja sinn

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar snemma í morgun, í þriðja sinn þetta sumarið, í blíðskaparveðri, eins og meðfylgjandi ljósmynd ber með sér, og fór héðan upp úr hádegi. Það er væntanlegt aftur 24. júní. Í millitíðinni, 19. júní, kemur Sea Explorer 1, í þriðja sinn. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Sea explorer 1

Skemmtiferðaskipið Sea Explorer 1, með 120 farþega innan borðs, kom til Siglufjarðar um kl. 13.00 í dag og er það í annað sinn þetta sumarið sem það heimsækir staðinn. Næsta skemmtiferðaskip verður hér kl. 08.00 þann 15. júní næstkomandi, Ocean Diamond, sem þá er að koma í þriðja sinn. Farþegar verða 190. Mynd og texti:…

Eitt kemur þá annað fer

Í gærkvöldi kom annað skemmtiferðaskip ársins til Siglufjarðar. Þar var um að ræða Sea Explorer 1, með 120 farþega um borð. Það lagði svo úr höfn í morgun. Litlu síðar birtist hið þriðja, Ocean Diamond, sem kom hingað til lands frá Ham­borg í Þýskalandi. Það er með 190 farþega. Hið sér­staka við umrætt skip er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]