Fiskbúð Fjallabyggðar
Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…