Tagged Reykjavík

Safnar hjörtum í náttúrunni

Ásta Henriksen fæddist á Siglufirði árið 1964 og er uppalin hér, fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Akureyri og þaðan svo í enn frekara nám að honum loknum og hefur undanfarna tvo áratugi verið enskukennari við Verzlunarskóla Íslands. Þegar tækifæri gefast leggur hún stund á göngur til að halda líkamanum í góðu formi og ekki…

Glóð – ljósmyndasýning

Kristín Sigurjónsdóttir opnaði ljósmyndasýningu á Kaffi Klassík í Kringlunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn. Sýningin stendur yfir í sumar. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Þetta er mikið púl en alveg gríðarlega skemmtilegt

Magnús Eiríksson, 65 ára gamall, sem frá áramótunum 1973-1974 hefur búið á Siglufirði, tók 6. mars síðastliðinn þátt í Vasa-skíðagöngunni í Svíþjóð í 20. sinn og fékk að launum verðlaunapening fyrir það afrek sitt. Umrædd ganga er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og er til minningar um frækilega skíðagöngu Gustavs Eriksson Vasa, síðar Svíakonungs,…

Alsæll með útúrdúrinn

Hinn afar geðþekki Noel Santillan, 28 ára gamall, frá Perth Amboy í New Jersey í Bandaríkjunum, sem í gær og dag hefur verið eitt aðalumfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla, vegna óvæntrar stefnu sem ferðalag hans tók, kveðst hafa allt frá árinu 2010 ætlað að sækja Ísland heim, hann hafi aldrei komið hingað áður, og loks þegar hann…

Það munaði töluvert um r-ið

Bandarískur ferðamaður, nýlega lentur á Keflavíkurflugvelli í gær, átti pantað herbergi á Hótel Frón, við Laugaveg 22 í Reykjavík, en sló nafn götunnar inn í GPS-tæki sitt með -r- og stóð rúmum 5 klukkutímum síðar við dyr húss á Laugarvegi á Siglufirði og var að reyna að komast til botns í málinu. Dv.is (hér líka), Mbl.is,…

Frá Reykjavík til Portland

Listamaðurinn og ljósmyndarinn Justin Levesque fór á síðasta ári með einu skipa Eimskipafélags Íslands, Selfossi, frá Reykjavík til Portland í Maine í Bandaríkjunum til að fylgjast með því hvernig vara ferðaðist frá A til B og kynnast um leið lífi þeirra sem um borð voru. Skipstjóri var og er Karl Guðmundsson sem um árabil hefur…

Afinn fæddist á átjándu öld

Zophanía G. Briem, sem fæddist á Siglufirði fyrir 90 árum, er eini núlifandi Íslendingurinn sem á afa sem fæddist á átjándu öld, Siglfirðinginn Halldór Jónsson. Frá þessu er sagt á Facebook-síðunni Langlífi. Halldór var bóndi í Fljótum í Skagafirði en var fæddur á Siglufirði 14. nóvember 1790 (sjö árum eftir Skaftárelda) og dó 1855, 64…

Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015

Það hefur lengi verið þekkt að meðalaldur íbúa Fjallabyggðar, ekki síst Siglufjarðar, hefur verið hærri en flestra annarra sveitarfélaga. Nú hefur Samband íslenskra sveitarfélaga birt á vefsíðu sinni skjal sem sýnir breytingar á aldurssamsetningu sveitarfélaga frá 1998 til 2015. Þegar skoðaður er svonefndur aldurspýramídi fyrir Fjallabyggð má greinilega sjá hvernig fjölgað hefur hlutfallslega í elstu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is