Tagged Rammi hf.

Skákþing Norðlendinga 2016

Skákþing Norðlendinga 2016 verður haldið í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 26. til 28. ágúst næstkomandi. Skákfélag Siglufjarðar sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, þ.e.a.s. fjórar atskákir og þrjár kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Núverandi Skákmeistari Norðlendinga er Jón Kristinn…

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

Sigurbjörgin og Mánabergið

Landað var úr frystiskipum Ramma á Siglufirði fyrir og um helgina. Þetta voru fyrstu blönduðu veiðiferðir þeirra hér á heimamiðum eftir þorskveiði í Barentshafi og makrílveiði hér við land nú í sumar og haust. Sigurbjörgin var einungis 17 daga í veiðiferðinni, þar sem skipið fór í slipp á Akureyri eftir makrílvertíðina. Afli úr sjó var…

2,3 milljón skammtar

Nú í vikunni verður landað úr báðum frystiskipum Ramma hf. á Siglufirði eftir mánaðarlanga veiðiferð í Barentshaf. Afli Mánabergs er 830 tonn úr sjó og Sigurbjargar 620 tonn. Langmest af framleiðslunni er selt til Bretlands þar sem fiskurinn er notaður í þjóðarréttinn „fish and chips“. Því lætur nærri að 2,3 milljón skömmtum af þorski í…

Landanir úr skipum Ramma hf.

Á mánudaginn var landað úr Mánaberginu á Siglufirði að lokinni þriggja vikna veiðiferð skipsins í norsku lögsöguna í Barentshafi. Heildarafli af slægðum fiski úr sjó var 706 tonn og eins og fyrr á þessum veiðislóðum var langmest veitt af þorski en alltaf kemur eitthvað af ýsu með þar líka. Mánaberg hélt til veiða á heimamiðum…

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Þann 4. janúar og 10. september 2011, 28. janúar, 21. júlí…

Nýr frystitogari í smíðum

Rammi hf. í Fjallabyggð hefur samið um smíði á nýjum frystitogara hjá Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi fyrir jafnvirði 5,5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að hann verði afhentur í desember 2016. Skipið verður með vinnslubúnað eins og best gerist. Allur afli nýtist og verðmætasköpun verður að sama skapi mun meiri en ella. Sjálfvirkni á…

Rammafréttir

Í dag var verið að landa úr Mánabergi á Siglufirði eftir 27 daga veiðiferð skipsins í norsku lögsöguna í Barentshafi. Heildarafli af slægðum fiski úr sjó var 730 tonn, langmest þorskur en einnig lítilsháttar af ýsu. Á mánudag var landað úr Sigurbjörgu á Siglufirði, en áður hafði verið millilandað úr skipinu 18. febrúar. Heildarafli Sigurbjargar…

Afli og verðmæti skipa Ramma 2014

Afli skipa Ramma hf. á árinu sem er að líða var rúmlega 18.000 tonn, að verðmæti tæplega 6 milljarða króna. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu. Forsíðumynd: Aðsend. Tafla og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is