Tagged Ragnar Már Hansson

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Sara Sól

Sara Sól var skírð í Siglufjarðarkirkju fyrr í dag. Hún fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Vigdís Norðfjörð Guðmundsdóttir og Ragnar Már Hansson. Skírnarvottar voru Lára Norðfjörð Guðmundsdóttir og Kristín Pálsdóttir.   Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Smástrákar í fjáröflun

Smástrákar, undirsveit Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, eru á leið í fjáröflun, nánar tiltekið á fimmtudaginn kemur, 4. desember, ætla að selja reykskynjara, rafhlöður í reykskynjara og eldvarnarteppi. Einnig munu þeir bjóða upp á slökkvitæki en þau þarf að panta sér. Verðskráin á þessu er: rafhlöður 1.000 krónur, reykskynjari 2.500 krónur og eldvarnarteppi 2.500 krónur. Nánari upplýsingar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]