Tagged Ragnar Jónasson

Besta leiðin til að byrja árið

„Til að hefja árið er engin leið betri en að lesa Náttblindu eftir Ragnar Jónasson,“ segir breska blaðið Sunday Express í dag. Íslenskt sögusviðið geri ekki aðeins breska veturinn bærilegan „heldur hafa bækur Ragnars blásið nýju lífi í norrænu glæpasöguna.“ Þetta kemur fram í yfirlitsgrein blaðsins yfir bestu bækur ársins 2016 í Bretlandi. Þess má…

Þrjár bækur Ragnars til Frakklands

Þrjár bækur í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar hafa verið seldar til forlags á vegum franska útgáfurisans La Martinère. Um er að ræða Snjóblindu, fyrstu bókina í syrpunni sem farið hefur á topp metsölulista í Bretlandi og Ástralíu, Náttblindu, sem væntanleg er í breskri úgáfu fyrir jólin, sem og einn titil í viðbót úr sömu syrpu. Undir…

Fjölmenni í Breiðfirðingabúð

Á annað hundrað manns voru á samkomu Siglfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í kvöld. Í upphafi las Ragnar Jónasson úr bók sinni Dimmu og Rakel Fleckenstein Björnsdóttir úr bókinni Þarmar með sjarma, sem hún hefur þýtt. Síðan var kaffihlé þar sem boðið var upp á sírópskökur, jólasmákökur o.fl. frá Aðalbakaríi á Siglufirði, Sigurjón Jóhannsson sýndi…

Snjóblinda til Ítalíu

Ítalska bókaforlagið Marsilio Editori hefur keypt útgáfurétt að glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Forlagið er umsvifamikið í útgáfu glæpasagna á ítölsku og gefur meðal annars út bækur eftir Stieg Larsson, Henning Mankell, Lizu Marklund, Camillu Läckberg og Jussi Adler-Olsen. Snjóblinda kom upphaflega út á íslensku árið 2010 og gerist að vetrarlagi á Siglufirði, þegar snjóflóð lokar…

Siglu­fjarðars­yrpa Ragn­ars öll gef­in út í Bretlandi

„Breska bóka­for­lagið Or­enda Books hef­ur fest kaup á þrem­ur spennu­sög­um Ragn­ars Jónas­son­ar, Myrk­nætti, Rofi og And­köf­um, en þar með hef­ur for­lagið eign­ast út­gáfu­rétt í Bretlandi á öll­um fimm bók­um í Siglu­fjarðars­yrpu Ragn­ars. Gengið var frá kaup­un­um á bóka­mess­unni í Frankfurt í dag en sýn­ing­in hófst í gær. Fyrsta bók­in í syrp­unni, Snjó­blinda, kom út á…

Dimma

„Lögreglufulltrúinn Hulda rannsakar síðasta sakamálið sitt áður en henni er gert að hætta störfum fyrir aldurs sakir, 64 ára gömul. Ung kona, hælis­leitandi frá Rússlandi, finnst látin á Vatnsleysu­strönd og bendir ýmislegt til þess að hún hafi verið myrt. Engum er hægt að treysta og enginn segir allan sannleik­ann. Hörmulegir atburðir úr fortíð Huldu sækja…

Á glæpasagnahátíð í Skotlandi

Ragnar Jónasson flutti opnunarræðu á stærstu glæpasagnahátíð Skotlands, Bloody Scotland, sem hófst í borginni Stirling í kvöld. Ragnar kemur auk þess fram á tveimur viðburðum á hátíðinni og er uppselt á þá báða. Snjóblinda, sem gerist á Siglufirði, hefur notið mikilla vinsælda á Bretlandseyjum síðan hún kom út í enskri þýðingu Quentin Bates í vor….

Breskur útgefandi segir lesendur Ragnars óseðjandi

„Bókaforlagið Orenda Books, sem gefur út bækur Ragnars Jónassonar í Bretlandi, hefur ákveðið að flýta útkomu bókar hans, Náttblindu, á ensku. Þar með koma tvær glæpasögur hans út á sama ári ytra en slíkt er afar fátítt. Náttblinda átti upphaflega að koma út um mitt næsta ár en hefur nú verið flýtt í ljósi þess…

Efsta sætið í Ástralíu

„Snjóblinda, glæpasaga Ragnars Jónassonar, komst í gær í efsta sæti metsölulista Amazon í Ástralíu yfir rafbækur og slær þar við metsölubókum á borð við Konuna í lestinni eftir Paulu Hawkins og Grey eftir E.L. James. Fram kemur í tilkynningu að ekki sé vitað til þess að íslensk bók hafi áður náð efsta sæti metsölulista í…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]