Tagged Ragnar Jónasson

Snjóblinda seld til þrettán landa

Siglfirska spennusagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson rithöfund og lögfræðing hefur nú verið seld til þrettán landa, Armeníu, Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Marokkó, Póllands, Suður-Kóreu, Tyrklands og Þýskalands. Bókin hefur alls staðar fengið mjög góða dóma og verið á metsölulistum í Frakklandi í sumar. Þá hefur Náttblinda verið seld til átta landa og…

Hlýtur Mörda-verðlaunin

„Náttblinda eftir Ragnar Jónasson hlaut í gærkvöld Mörda-verðlaunin á Harrogate-hátíðinni sem besta þýdda glæpasagan í Bretlandi. Lesendur síðunnar Dead Good Books velja verðlaunabókina á glæpasagnahátíðinni, segir í tilkynningu frá Bjarti & Veröld. Meðal verðlaunahafa í öðrum flokkum voru Robert Galbraith, sem er dulnefni J.K. Rowling og Peter James sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur samtímans.“ Rúv.is…

Siglufjörður í frönskum blöðum

Siglufjörður er til umræðu í þekktustu blöðum Frakklands þessa dagana, eftir komu franskra blaðamanna hingað í byrjun maí til að kynna sér sögu­slóðir Siglu­fjarðars­yrpu Ragn­ars Jónas­son­ar. Þeir voru frá Elle, Le Fig­aro og Par­is Match og heimsóttu m.a. hús ömmu og afa Ragn­ars, sem er fyr­ir­mynd­in að heim­ili aðal­per­sónu Siglu­fjarðars­yrp­unn­ar. Snjó­blinda kom út í Frakklandi 12….

Snjóblinda verður SNJÓR

„Um þess­ar mund­ir eru stadd­ir hér á landi blaðamenn Le Fig­aro, Elle og Par­is Match, en þeir eru að kynna sér sögu­slóðir Siglu­fjarðars­yrpu Ragn­ars Jónas­son­ar. Snjó­blinda kem­ur út í Frakklandi 12. maí næst­kom­andi en þýðand­inn hef­ur ákveðið að tit­ill henn­ar verði SNJÓR. Fyrsta upp­lag hef­ur verið stækkað úr 15.000 ein­tök­um í 21.000 ein­tök, en heim­sókn…

Siglufjarðarsyrpan verður að þáttum

Enn eru spennandi hlutir að gerast í kringum Ragnar Jónasson og bækur hans, því nú hefur breski fram­leiðand­inn On the Corner tryggt sér rétt­inn á Siglu­fjarðars­yrpu hans. On the Corner hlaut ný­verið Óskars- og BAFTA-verðlaun­in fyr­ir heim­ild­ar­mynd­ina um Amy Winehou­se. Þá hlaut forsprakki fyrirtækisins, Jolyon Symonds, BAFTA-verðlaunin fyrir sjónvarpsmyndina Complicit sem gerð var fyrir  Channel…

Guardian lofar Náttblindu

Á Facebook-síðu bókaútgáfunnar Veraldar segir: „Guardian eys Ragnar Jónasson lofi fyrir Náttblindu, segir að sé meðal bestu glæpasagna sem komið hafi út að undanförnu í Bretlandi og talar um „snilldarlegar sjónhverfingar“. Náttblinda standist fyllilega þær væntingar sem menn hafi gert til Ragnars eftir Snjóblindu.“ Mynd: Klippa úr Scan Magazine. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Japanskt risaforlag fær Snjóblindu

Japanska risaútgáfan Shogakukan hefur tryggt sér réttinn á glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, en átta þarlend forlög bitust um bókina. Þá var einnig nýlega gengið frá samningum um útgáfu á bókinni víðar í Asíu, í Suður-Kóreu og Armeníu. Áður hefur rétturinn verið seldur til Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Póllands, fyrir utan gjörvallt breska samveldið. Shogakukan…

Snjóblinda endurútgefin

Snjóblinda, fyrsta bókin í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar, hefur verið uppseld og ófáanleg á Íslandi um langt skeið, en kom í gær út í endurútgáfu, í tilefni af velgengni bókarinnar ytra. Á undanförnum mánuðum hefur Snjóblinda farið sannkallaða sigurför um heiminn. Bókin kom út í Bretlandi vorið 2015 og náði efsta sæti metsölulista Amazon þar í…

Ragnar lofaður í The Times

„Breskir aðdáendur norrænna glæpasagna þekkja tvo frábæra íslenska rithöfunda, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur. Hér kemur sá þriðji: Ragnar Jónasson,“ segir í grein The Times um nýjar glæpasögur um síðustu helgi. Blaðið fjallar um fimm nýútkomna krimma og fylgir greininni mynd – frá Siglufirði. „Í Náttblindu sýnir Ragnar fram á að hin líflega Reykjavík hefur…

Ískalt á Siglufirði, segir Scan

Enska tímaritið Scan fjallar í janúarheftinu um Siglufjaðarbækur Ragnars Jónassonar með fyrirsögninni „Ice cold in Siglufjörður“. Tvær bókanna eru nú komnar út í Bretlandi, Snjóblinda og Náttblinda, og þrjár aðrar væntanlegar á næstu misserum. Þá hefur rafbók komið út í Ástralíu. Bækur Ragnars hafa auk þess verið þýddar á þýsku og pólsku og samið hefur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]