Tagged Ráðhús Fjallabyggðar

Myndlistarsýning leikskólabarna

Myndlistarsýning leikskólabarna verður haldin í Ráðhúsinu á Siglufirði laugardaginn 7. nóvember frá kl. 14.00-16.00. Listaverk eftir börnin verða til sölu og kaffisala verður á staðnum. Allir velkomnir! Foreldrafélag Leikskála. Mynd og texti: Aðsent.

Fríða með sýningu

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015, Fríða Björk Gylfadóttir, verður með yfirlitssýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði um komandi helgi. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Forsíðumynd: Fengin af heimasíðu Fríðu. Auglýsing: Aðsend. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | [email protected]

Glæsileg sýning

„Í dag opnaði Sigurjón Jóhannsson sýningu á vatnslitaverkum sínum þar sem andi síldaráranna er túlkaður með persónulegum og skemmtilegum hætti. Sigurjón er fæddur hér á Siglufirði árið 1939 og hann hefur um langt skeið unnið að því að skrásetja síldarárin í verkum sínum. Þetta er þriðja sýning hans hér í bæ, sú fyrsta var á…

Í tilefni 100 ára afmælis

Á morgun, 19. júní, eru 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Af þessu tilefni verður dagskrá í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði frá kl. 16.00 til 18.30 og í Ráðhúsi Fjallabyggðar verður opnuð sýning á listaverkum eftir konur og tilheyra verkin listaverkasafni sveitarfélagsins. Dagskrá má sjá í nýjustu Tunnu og á heimasíðu Fjallabyggðar….

Myndlistarsýning Leikskála

Myndlistarsýning leikskólabarna verður haldin í Ráðhúsinu á Siglufirði á morgun, laugardaginn 15. nóvember, kl. 14.00-16.00. Listaverk eftir börnin verða til sölu og kaffisala verður á staðnum. Allir velkomnir. Foreldrafélag Leikskála. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]