Tagged óveður

40 metrar á sekúndu?

Enn ein lægðin er víst að nálgast. Og ekki er spáin beint góð fyrir aðfaranótt laugardags og fram eftir, því samkvæmt Belging á að slá í 40 metra á sekúndu á Tröllaskaganum undir morgun. Sjá nánar hér. Mynd: Skjáskot af Belging. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Óveður er á Siglufjarðarvegi

Nú hlánar hratt með hlýum loftmassa og talsverðum sunnanvindi. Við þær aðstæður má búast við að flughálka myndist þar sem þjappaður snjór eða klaki er fyrir á vegum. Á Norðvesturlandi er flughált í Langadal og frá Sauðárkróki í Ketilás annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum leiðum. Þæfingsfærð og óveður er á Öxnadalsheiði. Óveður…

Björg­un­ar­sveit­ir aðstoðuðu grunnskóla­börn

Björg­un­ar­sveit­ir þurftu að ferja skóla­börn á milli Ólafs­fjarðar og Siglu­fjarðar í dag vegna veðurs. Um há­degi í dag skall á mik­ill byl­ur sem er að ganga niður núna. „Veðrið er að lag­ast hérna í bæn­um og líka á Ólafs­firði. En það er mjög hvasst á milli og ennþá mjög vont veður,“ seg­ir Ríkey Sig­ur­björns­dótt­ir, skóla­stjóri…

Tjón óverulegt en ennþá hvasst

Ekki lék illviðrið Siglufjörð eins grátt og óttast hafði verið og litlar sögur fara af tjóni. Skólaakstur féll þó niður í morgun og enn blæs kröftuglega. Kennsla 5.-10. bekkjar fer fram í starfsstöðvum skólans samkvæmt óveðursskipulagi. Nemendur sem búsettir eru í Ólafsfirði mættu í grunnskólann við Tjarnarstíg og nemendur búsettir á Siglufirði í grunnskólann við…

Sorptunna í grenitré

Það var bálhvasst í nótt og morgun hér nyrðra, þar af óveður á Siglufjarðarvegi og varla stætt í bænum. Tré og greinar brotnuðu og sorptunna tókst á loft frá Hvanneyrarbraut 46 og lenti uppi í grenitré við prestsetrið. Eitthvað hefur þurft til. Mynd: Mikael Sigurðsson. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]