Tagged Örlygur Kristfinnsson

Kveðið úr kirkjuturni

Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri…

Ferðamenn heillast

„Sagan breytist ekki þó tíminn líði og vægi síldar í sögu íslenskrar þjóðar vegur jafn þungt þó frá líði þúsund ár. Saga Siglufjarðar og síldarævintýrisins á landsvísu er einstök,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Hún tók við því starfi 1. apríl sl. af Örlygi Kristfinnssyni sem var upphafsmaður að safninu og hefur veitt…

Gömul viðtöl við sex Siglfirðinga

Fyrir nær þremur áratugum tóku Þ. Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri og fræðimaður og Örlygur Kristfinnsson kennari og safnamaður að sér að ræða við nokkra Siglfirðinga og taka efnið upp á VHS-myndbandsspólur. Þetta var gert fyrir Bókasafn Siglufjarðar og þar hafa spólurnar verið geymdar síðan en ekki verið aðgengilegar til notkunar. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið…

Siglufjarðarpistill 19. mars 2016

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

Tjaldurinn er mættur

Tjaldurinn er mættur í Siglufjörð. Guðný Róbertsdóttir og Örlygur Kristfinnsson heyrðu í einum í gær innfjarðar. Þann 8. mars sáust fyrstu tjaldarnir í Seyðisfirði þetta árið, 9. mars á Kópaskeri og í dag á Borgarfirði eystri. Ekki er ólíklegt að þetta tengist allt. En sumsé, vorið er á næsta leiti. Mynd og texti: Sigurður Ægisson…

Anita nýr safnstjóri Síldarminjasafns Íslands

Fyrsta apríl lætur Örlygur Kristfinnsson af starfi sem safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, en því hefur hann gegnt í 20 ár. Á fundi stjórnar safnsins í síðustu viku var samþykkt að Anita Elefsen tæki við af honum. Síðustu fimm ár hefur hún gegnt hlutverki rekstrarstjóra safnsins. Þess má geta að Örlygur ætlar ekki að yfirgefa safnið fyrir…

Ferðamannastraumur – flóttamannastraumur

Anita Elefsen, starfsmaður Síldarminjasafnsins, hefur tvo undanfarna daga setið alþjóðlega ráðstefnu í Hamborg í Þýskalandi til að kynna Siglufjarðarhöfn gagnvart erlendum skemmtiferðaskipum. Hér heima gerðist það hins vegar í dag (föstudag) að tuttugu  þúsundasti gesturinn á þessu ári kom á safnið. Af því tilefni sendi Örlygur safnstjóri Anítu boð: Langþráðu markmiði náð! Og Aníta svarar:…

Ný sýning næsta vor

„Til stendur að opna nýja sýningu á Síldarminjasafninu á Siglufirði næsta vor og er ráðgert að vinna við hana hefjist í byrjun næsta árs og ljúki fyrir sumarið 2016. Þetta segir Örlygur Kristfinnsson safnastjóri Síldarminjasafnsins í nýlegu viðtali við N4. Þetta mun vera sýning um vélarhluta Síldarfrystihússins sem safnið á og verður hægt að sjá…

Rafmagnið og síldin

Á morgun, sunnudaginn 21. júní kl. 15.00, verður opnuð í Njarðarskemmu sýningin Rafmagnið og síldin. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Vorfuglarnir

Nú er einmánuður hálfnaður og á næsta leiti bíður sumarið. Wikipedia segir þetta um hörpu: „Harpa, einnig nefnd hörpumánuður og hörputungl í 17. aldar rímhandritum og gaukmánuður í Snorra-Eddu, er sjöundi mánuður ársins og fyrsti sumarmánuðurinn í gamla norræna tímatalinu. Kemur næstur á eftir einmánuði síðasta mánuði vetrar. Harpa hefst á næsta fimmtudegi eftir 18….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]