Tagged Ólafsfjörður

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

Höllin bauð lægst

„Tvö tilboð bárust í verðkönnun Fjallabyggðar fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Veitingahúsið Allinn á Siglufirði bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara. Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til…

Myndir frá því í morgun

Þjóðhátíðardagurinn í Fjallabyggð hófst með því að kl. 09.00 í morgun voru fánar dregnir að húni og kl. 11.00 hófst athöfn á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju. Kirkjukór Siglufjarðar söng tvö lög undir stjórn Rodrigo J. Thomas, eitt í upphafi og annað í lokin, bæði eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti síðan ávarp og…

Pappírssala og dósasöfnun KF

Í kvöld, miðvikudaginn 15. júní, munu iðkendur frá KF ganga í hús og selja pappír í báðum bæjarkjörnum (salernispappír á 4.500 kr. og eldhúspappír á 3.500 kr.) ásamt því að safna dósum á Siglufirði. Allir iðkendur KF eiga að taka þátt í þessari söfnun ásamt foreldrum iðkenda í 4. og 5. flokki karla og kvenna…

Ganga í Skútudal

Eins og lesendum ætti að vera kunnugt hleyptu fjallakempurnar Gestur Hansson og Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir af stokkunum nýrri heimasíðu, Topmountaineering.is, í mars árið 2014. Þar buðu þau upp á gönguferðir með leiðsögn um fjöllin umhverfis Siglufjörð og gera enn. Um er að ræða „allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða þar sem klofað er yfir fjallseggjar úr…

Jarðgöng á Tröllaskaga

Eftirfarandi grein Kristjáns L. Möller kom 9. júní á prenti í Bændablaðinu sem svar við ýmsum rangfærslum sem birtust þar um Siglufjarðargangatillögu hans frá því í apríl síðastliðnum. Grein Kristjáns er á bls. 60. Orðrétt segir hann:   Jarðgöng á Tröllaskaga Bændablaðið leiðrétt Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí s.l. var…

Söngskemmtun

Karlakórinn í Fjallabyggð heldur söngskemmtun í Tjarnarborg annað kvöld, föstudaginn 20. maí, kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjölbreytt og skemmtileg lög úr ýmsum áttum. Undirleik annast hljómsveit kórsins. Aðrir sem fram koma eru bræðurnir Björn Þór og Stefán Ólafssynir og Söngsystur. Stjórnandi er Elías Þorvaldsson. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Skálarhlíð fyrr í dag, kl. 14.30, og verða í Siglufjarðarkirkju kl. 17.00, og á morgun, 19. maí, á Hornbrekku kl. 14.30 og í Tjarnarborg, kl. 17.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Framhaldsaðalfundur KF

Ekki að mynda stjórn né fullmanna í ráð Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á aðalfundi þess sem fram fór 3. maí síðastliðinn. Félagið boðar því til framhaldsaðalfundar þriðjudaginn 17. maí kl. 20.00 í vallarhúsinu á Ólafsfirði. Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn félagsins skipuð sjö aðilum (formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og þrír meðstjórnendur, þar af einn fulltrúi iðkenda sem…

Sameiginlegir tónleikar

Sameiginlegir tónleikar þriggja tónskóla verða haldnir í Tjarnarborg í Ólafsfirði á morgun, 11. maí, og hefjast þeir kl. 18.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]