Tagged Ófærð

Siglufjarðarpistill 19. mars 2016

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

Dreymir um framhald

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð nýtur fádæma vinsælda og framleiðendur dreymir um að framhald líti dagsins ljós. Verkefnið er á frumstigi og snýst aðallega um að leggja línurnar varðandi söguþráð. Þetta segir á Dv.is. Sjá nánar þar. Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected] Texti: Dv.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Þann 4. janúar og 10. september 2011, 28. janúar, 21. júlí…

Illugi í heimsókn

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var á Siglufirði í nýliðinni viku og heimsótti þá m.a. Grunnskóla Fjallabyggðar og leit á tökur á Ófærð. Morgunblaðið gerði því skil á laugardag, 14. mars, eins og meðfylgjandi úrklippa sýnir. Mynd: Skjáskot af umræddri frétt Morgunblaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Hver er morðinginn?

„Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á Siglufirði. Þáttaröðin er sú umfangsmesta og dýrasta sem Íslendingar hafa staðið fyrir. Um er að ræða morðgátu en leikararnir hafa ekki enn fengið að vita hver það er sem leikur morðingjann. Djöflaeyjan fór á tökustað.“ Þetta sagði á RÚV.is á dögunum. Nánar hér. Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]….

Ófærð á Siglufirði

„Verið er að taka upp nýja sjónvarpsþáttaröð, Ófærð, á Siglufirði. Hátt í níutíu manns vinna að gerð þáttanna. Framleiðslukostnaður slagar hátt í milljarð króna, sem gerir hana að dýrustu sjónvarpsþáttaröð sem Íslendingar hafa framleitt.“ Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV á dögunum. Og ennfremur: „Lík finnst í flæðarmáli, í bænum þar sem sagan gerist, í…

Eins og veðurguðir lesi handritið

„Í liðinni viku tóku kvikmyndagerðarmenn að safnast saman í snjóþungum Siglufirði og hófu þar tökur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Áður munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Studios, eru tökudagar um 85. Gerðir verða tíu tæplega…

Mikið um að vera

„Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar, sem nú er titlaður Show Runner, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum eru nú staddir í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setja svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á…

Ófært á Siglufjarðarvegi

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á flestum fjallvegum. Ófært er á Siglufjarðarvegi og beðið með mokstur vegna snjóflóðahættu. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Björg­un­ar­sveit­ir aðstoðuðu grunnskóla­börn

Björg­un­ar­sveit­ir þurftu að ferja skóla­börn á milli Ólafs­fjarðar og Siglu­fjarðar í dag vegna veðurs. Um há­degi í dag skall á mik­ill byl­ur sem er að ganga niður núna. „Veðrið er að lag­ast hérna í bæn­um og líka á Ólafs­firði. En það er mjög hvasst á milli og ennþá mjög vont veður,“ seg­ir Ríkey Sig­ur­björns­dótt­ir, skóla­stjóri…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]