Tagged Ocean Diamond

Skemmtiferðaskip 2017

Ranglega var frá því greint á Vísi.is í gær, og Fréttablaðinu þar á undan, að von væri 33 skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á næsta ári. Hið rétta er að skemmtiferðaskipin, sem þegar hafa bókað sig, eru 7 talsins en munu hins vegar koma alls 33 sinnum, með alls 4.780 farþega, samkvæmt upplýsingum frá Anitu Elefsen, forstöðumanns…

Skemmtiferðaskip í sumar

Komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar verða alls 14 þetta sumarið. Sú fyrsta var 22. maí, Ocean Diamond, og í morgun var MS Fram – Hurtigruten á leið inn fjörðinn en sneri við því ekki var talið álitlegt að leggjast að Óskarsbryggju í sunnan hvassviðrinu sem þá var. Í fyrramálið er von á Ocean Diamond og einnig…

Skipakomur 2016

Bókaðar hafa verið 10 skipakomur fyrir næsta sumar – frá maí og fram í ágúst. Skipin sem bókað hafa komu sína eru Ocean Diamond sem kom hingað reglulega í sumar og National Geographic Explorer sem er meðal fyrstu skemmtiferðaskipanna sem komu til Siglufjarðar. Þá hefur bæst við nítjánda skipakoman í ár, en von er á…

Ocean Diamond

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í gær, árla dags. Það á eftir að koma hingað einu sinni enn í sumar, 31. júlí. Myndin hér fyrir ofan var tekin, þegar það lagði úr höfn samdægurs um kl. 14.00, á leið sinni til Akureyrar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Tvö skemmtiferðaskip í höfn

Í morgun komu tvö skemmtiferðaskip til Siglufjarðar og voru í höfn á sama tíma, annars vegar National Geographic Explorer, með 150 farþega um borð, en það kom óvænt hingað 4. júlí síðastliðinn, en átti upphaflega bara að koma 12. júlí samkvæmt bókun, og hins vegar Ocean Diamond, með 190 farþega. Hið síðarnefnda á eftir að…

Ocean Diamond í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom í morgun til Siglufjarðar í enn einni hringferð sinni um landið, með 190 farþega innanborðs, sem skoðuðu bæinn í miklu dásemdarveðri. Skipið lagði svo úr höfn um kl. 13.00. Það er væntanlegt aftur 3. júlí kl. 08.00. Daginn eftir, 4. júlí, að morgni, kemur svo Hanseatic, en það er með 175…

Demanturinn kom í þriðja sinn

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar snemma í morgun, í þriðja sinn þetta sumarið, í blíðskaparveðri, eins og meðfylgjandi ljósmynd ber með sér, og fór héðan upp úr hádegi. Það er væntanlegt aftur 24. júní. Í millitíðinni, 19. júní, kemur Sea Explorer 1, í þriðja sinn. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Sea explorer 1

Skemmtiferðaskipið Sea Explorer 1, með 120 farþega innan borðs, kom til Siglufjarðar um kl. 13.00 í dag og er það í annað sinn þetta sumarið sem það heimsækir staðinn. Næsta skemmtiferðaskip verður hér kl. 08.00 þann 15. júní næstkomandi, Ocean Diamond, sem þá er að koma í þriðja sinn. Farþegar verða 190. Mynd og texti:…

Tvö skemmtiferðaskip í höfn

Tvö skemmtiferðaskip eru í höfn í Siglufirði þessa stundina. Þau komu bæði í morgun. Annað er Ocean Diamond, sem var hér 30. maí síðastliðinn og á eftir að koma nokkrum sinnum í viðbót í sumar, og hitt er Sea Spirit, með 120 farþega um borð. Gert er ráð fyrir að Ocean Diamond fari héðan klukkan…

Eitt kemur þá annað fer

Í gærkvöldi kom annað skemmtiferðaskip ársins til Siglufjarðar. Þar var um að ræða Sea Explorer 1, með 120 farþega um borð. Það lagði svo úr höfn í morgun. Litlu síðar birtist hið þriðja, Ocean Diamond, sem kom hingað til lands frá Ham­borg í Þýskalandi. Það er með 190 farþega. Hið sér­staka við umrætt skip er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]