Tagged Náttblinda

Nær smábæjarandrúmslofti sláandi vel

Náttblinda Ragnars Jónassonar fékk lofsamlega dóma í Kiljunni í gærkvöldi. „Mjög vel gert,“ sagði Sigurður G. Valgeirsson um það hvernig Ragnar skrifaði um það ofbeldismein sem væri ofbeldi gegn konum, og Kolbrún Bergþórsdóttir tók undir það. „Mér fannst sláandi hvað hann náði vel, og ég vona að Siglfirðingar móðgist ekki, einhverju smábæjarandrúmslofti,” sagði Sigurður jafnframt….

Barnaby Siglufjarðar

„Óvænt endalok í bestu bók Ragnars,“ segir Steinþór Guðbjartsson í þriggja og hálfrar stjörnu dómi um nýjustu bók Ragnars Jónassonar, Náttblindu, í Morgunblaðinu í dag, og tekur fram að lögreglumaðurinn Ari sé „farinn að verða nokkurs konar samnefnari fyrir Siglufjörð, svona rétt eins og Barnaby lögregluforingi í Midsomer.“ „Ragnar Jónasson hefur sjóast vel í ólgusjó…

Náttblinda beint í 1. sæti

Ný Siglufjarðarglæpasaga Ragnars Jónassonar, Náttblinda, fór beint í fyrsta sæti á metsölulista Eymundssonar sem mest selda innbundna skáldverk vikunnar, en bókin kom út síðastliðinn fimmtudag. Náttblinda gerist öll á Siglufirði í kringum fyrsta vetrardag og hefst á því að lögreglumaður í bænum er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Náttblinda er væntanleg…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]