Tagged Múlagöng

Múlagöng eru barn síns tíma

Gagnrýni bæjarráðs Fjallabyggðar á störf lögreglunnar vegna umferðarstjórnunar við Múlagöng er ekki réttmæt, segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri Norðurlands eystra. Hluti vandans er samgöngumál frekar en að lögreglan sinni ekki sínu starfi. Fyrr í sumar sendi Bæjarráð Fjallabyggðar kvörtun til Lögreglustjórans á Norðurlandi. Kvörtunin snéri að því að lögreglan hafi ekki stýrt umferð um Múlagöng…

Vill lögreglu í Múlagöng

„Bæjarráð Fjallabyggðar hefur skorað á lögregluyfirvöld að tryggja umferðarstjórn og öryggi vegfarenda um Múlagöng við Ólafsfjörð á álagstímum. Mikið álag er á þessum einbreiðu göngum þegar stórir viðburðir eru á svæðinu. Múlagöng eru 3,4 km á lengd og voru opnuð árið 1991.“ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti:…

Varúðarljósin í Múlagöngum

Það var alveg furðulegt, satt best að segja, ljósaskiltið sem sett var upp í vestari enda Múlaganga fyrir einhverju síðan, til að vara við umferð sem kom að vestan og átti forgang í austurátt. Ljósin sem tekin höfðu verið niður þjónuðu ágætlega sínum tilgangi, þar sem annað var gult, síblikkandi, þar til skynjari nam að…

4ra ganga mótið

Um síðustu helgi, 17.-19. júlí, fór fram 4ra ganga mótið svokallað, þar sem hjólað var um 85-90 km leið um fern jarðgöng og fjóra þéttbýliskjarna frá Siglufirði til Akureyrar. Úrslit má sjá hér. Myndir hér. Mynd: Mikael Sigurðsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Endurvarpi bilaður

Síðustu tvo mánuði hefur GSM-samband í Múla- og Héðinsfjarðargöngum verið óboðlegt, símtöl að rofna í tíma og ótíma og alltaf á sömu blettunum. Siglfirðingur.is hafði samband við Vegagerðina 7. maí síðastliðinn og benti á þetta en fékk lítil viðbrögð við erindinu, þrátt fyrir ítrekun með reglulegu millibili. Þar til í dag. Því málið var loks…

Múlagöng

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranætur mánudagsins 13. apríl til föstudagsins 17. apríl má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21.00 til 06.00 að morgni. Þetta má lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Umferðartafir í Múlagöngum

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranótt 25. febrúar má búast við umferðartöfum þar frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta segir í tilkynningu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is