Tagged Mikael Sigurðsson

Grjótkrabbi finnst í Siglufirði

Þrír ungir veiðigarpar – Mikael Sigurðsson, 12 ára, og Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, 13 ára – náðu grjótkrabba í gildru 18. júlí síðastliðinn við Óskarsbryggju í Siglufirði, rétt innan við Öldubrjót. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að grjótkrabba varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006 en þá fannst hann í Hvalfirði….

Beðið eftir systkinunum

Jaðrakanaungi var nýkominn úr eggi í Siglufirði á dögunum þegar tíðindamenn Siglfirðings.is áttu leið framhjá hreiðrinu og ákváðu að heilsa upp á þennan nýjasta íbúa fjarðarins, sem beið eftir að systkinin tvö færu nú einnig að brjóta sér leið og takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Um þetta leyti eru…

Flórgoðinn í Morgunblaðinu

Ellefu ára gamall Siglfirðingur, Mikael Sigurðsson, á ljósmynd á bls. 2 í Morgunblaði dagsins. Hún var tekin á annan í hvítasunnu, á ónefndum stað á Norðurlandi, og sýnir flórgoða á hreiðri. Pilturinn er mjög áhugasamur um lífríkið og nýtur þess að vera úti, t.d. við að mynda fugla og allt sem þeim tengist, en hefur…

Selirnir vekja athygli

Landselirnir þrír sem verið hafa í og við Hólsá í Siglufirði undanfarið hafa vakið athygli þeirra sem átt hafa leið þar framhjá, enda hefur þessi sjón ekki verið daglegur viðburður hér til þessa. Um árabil áttu landselir þó til að hvíla sig fram undan rústum Evanger og voru þá afar spakir, að sögn Örlygs Kristfinnssonar….

Hollenskur verðlaunarithöfundur kominn með bók heim til Siglufjarðar

Íslandsvinurinn og barnabókahöfundurinn Marjolijn Hof, sem fædd er í Amsterdam í Hollandi árið 1956, hefur margoft komið hingað til lands, ferðast um hálendið og dvalið á gestavinnustofum listamanna, t.d. í Gullkistunni á Laugarvatni og í Herhúsinu á Siglufirði. Það var einmitt á Síldarminjasafninu á Siglufirði sem hugmyndin að nýjustu bók hennar kviknaði. Og ofan í…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]