Tagged Menntaskólinn á Tröllaskaga

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga

Þann 17. október næstkomandi verður Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga formlega stofnaður. Stofnfundurinn verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst kl. 17.00 en hátíðarkvöldverður í Tjarnarborg kl. 19.00. Fjölbreytt dagskrá verður í Dalvíkurbyggð og í Fjallabyggð helgina 16.-18. október. Búist er við um 100 gestum frá landinu öllu auk erlendra sendifulltrúa og er stofnun klúbbsins á Tröllaskaga einn…

Íbúafundur í kvöld

Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð boða til almenns borgarafundar í kvöld, fimmtudaginn 28. maí, kl. 19.30, í Tjarnarborg í Ólafsfirði, þar sem málefni Menntaskólans á Tröllaskaga verða í brennidepli. Framsögumaður verður Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Sjá nánar hér. Og hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Bæjarráð mótmælir

Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 21. maí 2015 um stöðu og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga: Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarráð Fjallabyggðar og er minnt á það að málefni framhaldsskólanna eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem lagt…

Jafnaðarmannafélagið ályktar

Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum menntamálaráðuneytisins um sameiningu framhaldsskóla á landsbyggðinni. Um er að ræða grófa aðför að menntunarmöguleikum ungs fólks. Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði hefur þegar sannað gildi sitt sem menntastofnun og mikilvægi sitt í Fjallabyggð. Stjórnin undirstrikar mikilvægi þess að stjórnmálaöfl í Fjallabyggð snúi bökum saman í þessu mikilvæga…

Fjöregg Fjallabyggðar er í hættu!

Ég er hvorki maður stórra né margra orða. En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu; Menntaskólinn á Tröllaskaga. Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]