Tagged Kristján L. Möller

Kveðjuhóf

Í gær, laugardag, komu vinir og stuðningsmenn Kristjáns L. Möller saman í Aðalbakaríinu á Siglufirði til að kveðja og þakka honum 17 ára farsæla setu á Alþingi, en hann lét sem kunnugt er af þingmennsku á dögunum, og hann á móti þakkaði fyrir langan og dyggan stuðning heimamanna og annarra. Í kveðjuhófinu afhenti hann síðan…

Leikið í loðnuþró

Siglfirðingurinn Oddur Guðmundur Jóhannsson (f. 1954), sonur Jóhanns Jóhannssonar frá Siglunesi og Soffíu Pálsdóttur úr Héðinsfirði, tók mikið af myndum á sínum yngri árum. Þær eru ómetanleg heimild um bæinn, m.a. á árunum eftir að síldin hvarf. Oddur slasaðist alvarlega árið 1994 og býr nú á Sambýlinu á Siglufirði. Már Jóhannsson, bróðir Odds, hefur verið…

Jarðgöng á Tröllaskaga

Eftirfarandi grein Kristjáns L. Möller kom 9. júní á prenti í Bændablaðinu sem svar við ýmsum rangfærslum sem birtust þar um Siglufjarðargangatillögu hans frá því í apríl síðastliðnum. Grein Kristjáns er á bls. 60. Orðrétt segir hann:   Jarðgöng á Tröllaskaga Bændablaðið leiðrétt Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí s.l. var…

Kristján Möller að hætta

„Fyrir stundu tilkynnti ég flokksfélögum mínum í Norðaustur kjördæmi að ég muni ekki leita eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum sem boðaðar eru í haust. Þessa ákvörðun tók ég í vor eftir vandlega yfirferð með mínum bestu stuðningsmönnum og ráðgjöfum, fjölskyldu minni.“ Þetta segir Kristján L. Möller í Facebookfærslu í dag. Og áfram: „Ég tók fyrst…

Siglufjarðargöng

„Þing­menn Norðaust­ur­kjör­dæm­is hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi feli inn­an­rík­is­ráðherra „að hefja vinnu við nauðsyn­leg­ar rann­sókn­ir og frum­hönn­un á jarð­göng­um milli Siglu­fjarðar og Fljóta.“ Ráðherra skili þing­inu skýrslu með niður­stöðum rann­sókna fyr­ir árs­lok 2018. „Með stór­auk­inni um­ferð um Siglu­fjörð með til­komu Héðins­fjarðarganga og sí­felldu jarðsigi á Siglu­fjarðar­vegi um Al­menn­inga og mjög tíðum aur-…

Alsæll með útúrdúrinn

Hinn afar geðþekki Noel Santillan, 28 ára gamall, frá Perth Amboy í New Jersey í Bandaríkjunum, sem í gær og dag hefur verið eitt aðalumfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla, vegna óvæntrar stefnu sem ferðalag hans tók, kveðst hafa allt frá árinu 2010 ætlað að sækja Ísland heim, hann hafi aldrei komið hingað áður, og loks þegar hann…

Myndir frá kaffisamsæti

Í gær buðu formaður Siglfirðingafélagsins, Rakel F. Björnsdóttir, og Heiðar Ástvaldsson Heldriborgurum Siglfirðingafélagsins til kaffisamsætis á Café Catalínu í Kópavogi. Kristján L. Möller var þar og tók nokkrar myndir og sendi fréttavefnum. Myndir: Kristján L. Möller. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Bakkelsi að norðan

„Þingmennirnir Össur Skarphéðinsson og Árni Páll Árnason eru sólgnir í bakkelsi frá Aðalbakaríinu á Siglufirði. Þeir eru svo heppnir að félagi þeirra í Samfylkingunni, Kristján Möller, er Siglfirðingur í húð og hár og þegar hann heimsækir heimahagana fer hann alltaf með pöntun frá félögum sínum.“ Þetta má lesa í vefútgáfu Séð og heyrt. Nánar hér….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]