Tagged kirkjuskóli

Kirkjuskólinn að hefjast

Á morgun, sunnudag, kl. 11.15, hefst barnastarf vetrarins (kirkjuskólinn) í Siglufjarðarkirkju. Um sama umsjónarfólk verður að ræða og undanfarin ár, fyrir utan það að Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat mun til áramóta koma í stað sóknarprestsins, í námsleyfi hans. Fermingarbörn vetrarins sjá um tónlistarflutning og fleira. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Kirkjuskólaslútt í Ólafsfirði

Sem kunnugt er lauk barnastarfi Siglufjarðarkirkju þennan veturinn á sunnudaginn var, 13. mars. Í fyrramálið, pálmasunudag, kl. 11.00, verður kirkjuskólaslútt í Ólafsfjarðarkirkju og pylsuveisla í kjölfarið og eru Siglfirðingar velkomnir þangað. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Kirkjuskólaslútt

Barnastarfi Siglufjarðarkirkju lauk í dag. Var þetta 17. samvera vetrarins, en þær hafa varað eina og hálfa klukkustund í senn hver um sig. Lætur nærri að 70-80 manns hafi hvern einasta sunnudag sótt þetta starf að jafnaði undanfarin ár – leikið, sungið, fræðst, unað sér í safnaðarheimilinu við föndur eða eitthvað annað og þegið hádegishressingu,…

Enginn kirkjuskóli á morgun

Ekkert barnastarf verður á morgun í Siglufjarðarkirkju. Vetrarfrí var í Grunnskóla Fjallabyggðar á fimmtudag og föstudag og margt fólk úr bænum. Hefur starfsfólk kirkjunnar því jafnan tekið sér vetrarfrí um það leyti. Næsti kirkjuskóli verður 21. febrúar kl. 11.15 og næsta guðsþjónusta 28. febrúar kl. 17.00. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]