Tagged Kirkjukór Siglufjarðar

Myndir frá því í morgun

Þjóðhátíðardagurinn í Fjallabyggð hófst með því að kl. 09.00 í morgun voru fánar dregnir að húni og kl. 11.00 hófst athöfn á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju. Kirkjukór Siglufjarðar söng tvö lög undir stjórn Rodrigo J. Thomas, eitt í upphafi og annað í lokin, bæði eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti síðan ávarp og…

Aðalfundur KGSÍ

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn laugardaginn 28. maí síðastliðinn á Siglufirði og var þetta 21. aðalfundur KGSÍ, en þeir hafa verið haldnir árlega í öllum landshlutum. KGSÍ var stofnað í desember 1995 eftir nokkra undirbúningsvinnu, sem meðal annars fólst í því að kanna þörf á slíku sambandi hér á landi. Stjórn KGSÍ ályktaði að…

Fermingarmyndir

Átta ungmenni voru fermd í Siglufjarðarkirkju á laugardaginn var, 14. maí. Þetta voru: Elísabet Alla Rúnarsdóttir, Suðurgötu 36, Siglufirði, Gísli Marteinn Baldvinsson, Hvanneyrarbraut 50, Siglufirði, Guðríður Harpa Elmarsdóttir, Aðalgötu 11, Siglufirði, Joachim Birgir Andersen, Suðurgötu 86, Siglufirði, Jóhanna Ragnheiður Sigurbjörnsdóttir, Laugarvegi 34, Siglufirði, Jón Pétur Erlingsson, Hverfisgötu 29, Siglufirði, Júlía Birna Ingvarsdóttir, Suðurgötu 78, Siglufirði…

Dagur aldraðra á morgun

Á morgun, uppstigningardag, 5. maí, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju. Hún hefst kl. 14.00. Sr. Gylfi Jónsson á Hólum prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Eldriborgarar lesa ritningarlestra. Að guðsþjónustu lokinni býður Systrafélag Siglufjarðarkirkju kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu. Mynd og texti: Sigurður Ægisson |…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Klukkan 08.00 í fyrramálið, páskadag, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar syngur. Auk þess mun Tinna Hjaltadóttir, 7 ára gömul, flytja lagið Hallelúja eftir Leonard Cohen með íslenskum texta Jóhönnu Friðriku Karlsdóttur, við gítarundirleik Rodrigo J. Thomas, sem jafnframt er kórstjóri og orgelleikari. Hér má líta inn á æfingu þeirra…

Kertamessa í dag kl. 17.00

Kl. 17.00 í dag, skírdag, verður kertamessa í Siglufjarðarkirkju á rólegu nótunum, með altarisgöngu. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sóknarprestur flytja hvert um sig eina hugleiðingu. Kirkjukór Siglufjarðar leiðir almennan söng þess á milli. Píanóleikari og kórstjóri verður Rodrigo J. Thomas. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Aðventuhátíð í dag kl. 17.00

Aðventuhátíðinni, sem frestað var 29. nóvember sökum óhagstæðs veðurfars og ófærðar, verður í Siglufjarðarkirkju í dag, hefst nánar tiltekið kl. 17.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af fermingarbörnum vetrarins munu lesa Jólaguðspjallið. Hugleiðingu Önnu Huldu Júlíusdóttur, djáknanema, sem ekki átti heimangengt,…

Jólalögin okkar

Kirkjukór Siglufjarðar var að gefa út fallegan hljómdisk sem inniheldur tíu hugljúf og hátíðleg jólalög sem koma úr ýmsum áttum (sjá meðfylgjandi lagalista). Hann nefnist Jólalögin okkar. Æfingar byrjuðu í september og fóru upptökur fram í Siglufjarðarkirkju um miðjan nóvember. Stjórnandi kórsins, Rodrigo J. Thomas, sá um upptökur og eftirvinnslu hljóðblöndunar. Mogomusic ehf. sá um …

Kirkjuskóli og aðventuhátíð

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið á 1. sunnudegi í aðventu, kl. 11.15, og nú verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu eftir að hefðbundinni samveru niðri í kirkju lýkur. Aðventuhátíð hefst svo kl. 20.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]