Tagged Karlakórinn í Fjallabyggð

Kveðið úr kirkjuturni

Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri…

Söngskemmtun

Karlakórinn í Fjallabyggð heldur söngskemmtun í Tjarnarborg annað kvöld, föstudaginn 20. maí, kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjölbreytt og skemmtileg lög úr ýmsum áttum. Undirleik annast hljómsveit kórsins. Aðrir sem fram koma eru bræðurnir Björn Þór og Stefán Ólafssynir og Söngsystur. Stjórnandi er Elías Þorvaldsson. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Aðventuhátíð í dag kl. 17.00

Aðventuhátíðinni, sem frestað var 29. nóvember sökum óhagstæðs veðurfars og ófærðar, verður í Siglufjarðarkirkju í dag, hefst nánar tiltekið kl. 17.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af fermingarbörnum vetrarins munu lesa Jólaguðspjallið. Hugleiðingu Önnu Huldu Júlíusdóttur, djáknanema, sem ekki átti heimangengt,…

Kirkjuskóli og aðventuhátíð

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið á 1. sunnudegi í aðventu, kl. 11.15, og nú verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu eftir að hefðbundinni samveru niðri í kirkju lýkur. Aðventuhátíð hefst svo kl. 20.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af…

Saman um jólin

Eins og greint var frá hér um miðjan desember komst lag Magnúsar G. Ólafssonar, skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar, við texta Inga Þórs Reyndal og sungið af Daníel Pétri Daníelssyni, í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2. Það nefnist Gleðileg jól. Annað lag var sent héðan. Það er eftir Elías Þorvaldsson, við texta undirritaðs og sungið af Karlakórnum…

Tvö ný jólalög úr Fjallabyggð

Alls bárust tæplega 80 lög í Jólalagakeppni Rásar 2 að þessu sinni, en sérstök dómnefnd valdi fyrir nokkrum dögum tíu þeirra sem keppa munu til úrslita. Af þeim er eitt úr Fjallabyggð, lag Magnúsar G. Ólafssonar, skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar, við texta Inga Þórs Reyndal, og sungið af Daníel Pétri Daníelssyni. Það nefnist Gleðileg jól. Búið…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]