Tagged Ísland

Þjóðlistahátíð

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við dr. Guðrúnu Ingimundardóttur, framkvæmdastjóra Þjóðlistahátíðarinnar Vöku, sem fram fer 15.-18. júní á Akureyri og að hluta til á Húsavík. Sjá nánar í fylgju. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Sótti kokkinn til Marokkó

Hótel Siglunes er annað tveggja hótela á Siglufirði. Eigandi þess er Hálfdán Sveinsson. Nýlega hóf þar störf kokkur sem Hálfdán sótti til Marokkó, eftir að hafa kolfallið fyrir matseldinni hjá honum, á einum besta veitingastað landsins, þar sem hann þá vann. „Já, þetta var þannig, að í mars í fyrra fór ég ásamt eiginkonu minni…

Gnýr hinn viðförli

Þótt Siglufjörður sé hulinn snjó þessi dægrin breytir það engu um að sumar fuglategundir eru byrjaðar að verpa og aðrar gera sig líklegar til þess. Tjaldurinn liggur t.d. á eggjum í Langeyrarhólmanum (Sæhólma). Þúfutittlingurinn kom fyrir nokkrum dögum og hrossagaukurinn líka. Einnig hafa áður þekktir einstaklingar verið að sýna sig, þar á meðal litmerkti jaðrakaninn…

Örlygur í Noregi

„Í september á liðnu ári tók Síldarminjasafnið þátt í ráðstefnu í Melbu í Vesterålen, norðarlega í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Sild og mennesker – vandringer mellom Norge og Island. Þarna voru fulltrúar frá sjö norðlenskum og austfirskum söfnum og stofnunum. Þingað var í tvo daga og voru mörg erindi flutt og merkir staðir skoðaðir. Erindin…

Haftyrðlar í vanda

Í norðangarranum undanfarið hefur eitthvað af haftyrðlum borist undan vindi og upp á land í Siglufirði og vafalaust annars staðar hér í kring. Hefur fólk verið að rekast á þá í görðum og víðar nærri húsum. Eina leiðin til að bjarga þeim er að koma þeim á sjóinn aftur eins fljótt og auðið er. Besti…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]