Tagged Illugi Gunnarsson

Styrkur til Salthússins

Í fyrrakvöld, 26. október, undirrituðu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, samning um 35 milljón króna styrk til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu Salthússins. Styrkurinn verður greiddur á fjögurra ára tímabili, frá 2017-2020. Þetta má lesa í nýrri frétt á heimasíðu safnsins. Sjá nánar þar. Mynd: Aðsend. Texti: Af heimasíðu Síldarminjasafnsins…

Alsæll með útúrdúrinn

Hinn afar geðþekki Noel Santillan, 28 ára gamall, frá Perth Amboy í New Jersey í Bandaríkjunum, sem í gær og dag hefur verið eitt aðalumfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla, vegna óvæntrar stefnu sem ferðalag hans tók, kveðst hafa allt frá árinu 2010 ætlað að sækja Ísland heim, hann hafi aldrei komið hingað áður, og loks þegar hann…

Íbúafundur í kvöld

Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð boða til almenns borgarafundar í kvöld, fimmtudaginn 28. maí, kl. 19.30, í Tjarnarborg í Ólafsfirði, þar sem málefni Menntaskólans á Tröllaskaga verða í brennidepli. Framsögumaður verður Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Sjá nánar hér. Og hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Fjöregg Fjallabyggðar er í hættu!

Ég er hvorki maður stórra né margra orða. En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu; Menntaskólinn á Tröllaskaga. Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða…

Illugi í heimsókn

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var á Siglufirði í nýliðinni viku og heimsótti þá m.a. Grunnskóla Fjallabyggðar og leit á tökur á Ófærð. Morgunblaðið gerði því skil á laugardag, 14. mars, eins og meðfylgjandi úrklippa sýnir. Mynd: Skjáskot af umræddri frétt Morgunblaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]