Tagged Herhúsið

Heimboð í Herhúsið

Yvonne Struys listakona frá Hollandi og mikill Íslandsvinur, er dvalargestur Herhússins. Margir kannast eflaust við hana því þetta er í þriðja sinn sem hún kemur hingað og vinnur að list sinni. Hún er teiknari, málari og vinnur í alls konar efni, t.d. fiskroð eins og sjá má á heimasíðu hennar. Á morgun, föstudaginn 19. febrúar,…

Silfur hafsins

Alexandra Griess og Jorel Heid sem dvelja í Herhúsinu hafa undanfarna daga unnið að því að setja upp skúlptúr á landfyllingunni austan við Róaldsbrakka. Þetta er hreyfilistaverk eða vindskúlptúr með 1000 síldum. Þau ætla að opna sýninguna kl. 19.00 í kvöld. Allir hjartanlega velkomnir. Örlygur Kristfinnson, safnstjóri Mynd og texti: Aðsent.

Hollenskur verðlaunarithöfundur kominn með bók heim til Siglufjarðar

Íslandsvinurinn og barnabókahöfundurinn Marjolijn Hof, sem fædd er í Amsterdam í Hollandi árið 1956, hefur margoft komið hingað til lands, ferðast um hálendið og dvalið á gestavinnustofum listamanna, t.d. í Gullkistunni á Laugarvatni og í Herhúsinu á Siglufirði. Það var einmitt á Síldarminjasafninu á Siglufirði sem hugmyndin að nýjustu bók hennar kviknaði. Og ofan í…

Rithöfundur í heimsókn

Hollenski rithöfundurinn Marjolijn Hof kynnir á morgun í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði kl. 17.00 nýjustu bók sína sem gerist í bæ á Norðurlandi (Siglufirði). Marjolijn dvaldi í Herhúsinu árið 2010 og þar vann hún að bókinni, sem nefnist DE REGELS VAN DRIE. Sagan hefur hlotið virt verðlaun í heimalandi höfundar. Börn úr 5. bekk Grunnskóla…

Anna Fält í Siglufjarðarkirkju

Anna Fält dvelur í Herhúsinu þennan mánuðinn. Hún er finnsk þjóðlagasöngkona og músíkant og hefur um árabil haldið tónleika án undirleiks, jafnt í Svíþjóð, þar sem hún býr, og í Finnlandi en einnig víða annars staðar. Hún hefur sérhæft sig í ólíkum sönghefðum, sænskum og finnskum, þar sem hún leitast við að sameina hina björtu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]