Tagged Héðinsfjörður

Héðinsfjarðarmálverk

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar í dag kl. 16.00 í Hverfisgalleríi að Hverfisgötu 4 í Reykjavík einkasýningu á verkum sínum og ber hún yfirskriftina Mýrarskuggar. Í kynningu segir að efnið sæki Sigtryggur í votlendi norður í Héðinsfirði þar sem fjölskylda hans festi kaup á landskika. Þar hafi hann dvalið löngum stundum í huganum og séu skuggarnir…

Leikið í loðnuþró

Siglfirðingurinn Oddur Guðmundur Jóhannsson (f. 1954), sonur Jóhanns Jóhannssonar frá Siglunesi og Soffíu Pálsdóttur úr Héðinsfirði, tók mikið af myndum á sínum yngri árum. Þær eru ómetanleg heimild um bæinn, m.a. á árunum eftir að síldin hvarf. Oddur slasaðist alvarlega árið 1994 og býr nú á Sambýlinu á Siglufirði. Már Jóhannsson, bróðir Odds, hefur verið…

Hreinsað frá Álfkonusteini

Í ágústmánuði í fyrra, eftir rigningarnar miklu í Siglufirði, var í ógáti mokað að stórum hluta yfir Álfkonustein sem þar er að finna neðarlega í Selgili á Hvanneyrarströndinni. Þetta gerðist þegar starfsmenn verktakafyrirtækisins Báss hf. voru að hreinsa gríðarlegar aurskriður sem lent höfðu á veginum og talið er að hafi verið 10-12.000 rúmmetrar að umfangi…

Safnar hjörtum í náttúrunni

Ásta Henriksen fæddist á Siglufirði árið 1964 og er uppalin hér, fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Akureyri og þaðan svo í enn frekara nám að honum loknum og hefur undanfarna tvo áratugi verið enskukennari við Verzlunarskóla Íslands. Þegar tækifæri gefast leggur hún stund á göngur til að halda líkamanum í góðu formi og ekki…

Hvanndalaskriður II

Nokkrir lesendur Siglfirðings.is höfðu samband í kjölfar fréttarinnar af báts- eða skipsvélinni sem Gestur Hansson fann í fjörunni undir Hvanndalaskriðum á dögunum og bentu á heimildir um tvö skip sem farist höfðu á þessum slóðum, annað 24. október 1888, skonnortan Herta eða Hertha, og hitt 22. september 1959, vélbáturinn Margrét NK 49. Í blaði einu…

Ganga í Skútudal

Eins og lesendum ætti að vera kunnugt hleyptu fjallakempurnar Gestur Hansson og Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir af stokkunum nýrri heimasíðu, Topmountaineering.is, í mars árið 2014. Þar buðu þau upp á gönguferðir með leiðsögn um fjöllin umhverfis Siglufjörð og gera enn. Um er að ræða „allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða þar sem klofað er yfir fjallseggjar úr…

Norðurljós yfir Siglufirði

Það voru margir áhugasamir ljósmyndarar og aðrir á ferð í gærkvöldi, jafnt á planinu í Héðinsfirði sem og í Siglufirði, því spáin var óvenju góð og skýjafarið hagstætt, en hún brást að miklu leyti, og ekki í fyrsta skipti, því lítill kraftur var í norðurljósunum og nær engin hreyfing. En alltaf er þetta nú samt…

Eitt fagurt sumarkvöld

Meðan jörð er hvít um austan, norðan- og vestanvert landið, þ.m.t. í Siglufirði, er ljúft að gleyma sér við minningar um betri tíð, eins og þá sem meðfylgjandi ljósmynd ber með sér, en hún sýnir Héðinsfjörð og vatnið þar eitt kyrrlátt og fagurt sumarkvöld fyrir nokkrum árum. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

630 bílar á sólarhring?

Umferð um Héðinsfjörðinn hefur aukist mikið það sem af er ári, borið saman við sama tímabil á síðasta ári, eða um 6,7%, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir í að meðalumferð á dag um göngin (ÁDU) verði um 630 (bílar/sólarhring). Umferð jókst fyrstu þrjá mánuði ársins en dróst…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]