Tagged Héðinsfjarðargöng

Jákvæð áhrif Héðinsfjarðarganga

„Helstu niðurstöður um Héðinsfjarðargöngin, sem kynntar voru í gær á málþingi í tilefni af fimm ára afmæli ganganna, eru að þau hafa haft jákvæð áhrif á sveitarfélagið Fjallabyggð. Helst finnst Ólafsfirðingum stjórnendur sveitarfélagsins hygla Siglfirðingum.“ Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu hér fyrir neðan. Forsíðumynd og texti: Sigurður Ægisson…

640 bílar á sólarhring?

Umferðin um Héðinsfjarðargöng, það sem af er ári, er 5,4% meiri miðað við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir meðalumferð um göngin (ÁDU) í 640 bíla á sólarhring. Gangi það eftir hefur umferðin vaxið um tæp 17% frá árinu 2011. Umferðin um nýliðna…

4ra ganga mótið

Um síðustu helgi, 17.-19. júlí, fór fram 4ra ganga mótið svokallað, þar sem hjólað var um 85-90 km leið um fern jarðgöng og fjóra þéttbýliskjarna frá Siglufirði til Akureyrar. Úrslit má sjá hér. Myndir hér. Mynd: Mikael Sigurðsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Endurvarpi bilaður

Síðustu tvo mánuði hefur GSM-samband í Múla- og Héðinsfjarðargöngum verið óboðlegt, símtöl að rofna í tíma og ótíma og alltaf á sömu blettunum. Siglfirðingur.is hafði samband við Vegagerðina 7. maí síðastliðinn og benti á þetta en fékk lítil viðbrögð við erindinu, þrátt fyrir ítrekun með reglulegu millibili. Þar til í dag. Því málið var loks…

630 bílar á sólarhring?

Umferð um Héðinsfjörðinn hefur aukist mikið það sem af er ári, borið saman við sama tímabil á síðasta ári, eða um 6,7%, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir í að meðalumferð á dag um göngin (ÁDU) verði um 630 (bílar/sólarhring). Umferð jókst fyrstu þrjá mánuði ársins en dróst…

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Þann 4. janúar og 10. september 2011, 28. janúar, 21. júlí…

222 þúsund ökutæki fóru um Héðinsfjarðargöng í fyrra

Meðalumferð á dag (ÁDU) um Héðinsfjarðargöng mældist 609 (bílar/sólarhring) allt síðasta ár og hefur aldrei verið meiri frá því að göngin voru opnuð. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem meðalumferðin fer yfir 600 (bíla/sólarhring). Samtals fóru rúmlega 222 þúsund ökutæki um göngin allt síðasta ár borið saman við rúmlega 205 þúsund árið 2013. Þetta…

50% fjölgun á þremur árum

Áætlað er að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið í Fjallabyggð árið 2013. Það þýðir 50 prósenta aukningu frá árinu 2010. Þetta kemur fram í samantekt sem unnin var fyrir sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar segir samantektina varpa góðu ljósi á gífurlega fjölgun ferðamanna í Fjallabyggð og á mikla þýðingu Héðinsfjarðarganga fyrir ferðamannastraum til Siglufjarðar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is