Tagged Hafnarbryggja

Skemmtiferðaskip 2017

Ranglega var frá því greint á Vísi.is í gær, og Fréttablaðinu þar á undan, að von væri 33 skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á næsta ári. Hið rétta er að skemmtiferðaskipin, sem þegar hafa bókað sig, eru 7 talsins en munu hins vegar koma alls 33 sinnum, með alls 4.780 farþega, samkvæmt upplýsingum frá Anitu Elefsen, forstöðumanns…

Rifsnesið strandaði í höfninni

Línubáturinn Rifsnes SH 44 strandaði fyrr í kvöld á sandrifi skammt sunnan við Hafnarbryggjuna á Siglufirði. Björgunarskipið Sigurvin var kallað út til að freista þess að draga línubátinn af rifinu og það tókst giftusamlega upp úr kl. 20.00. Sjá líka hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Siglfirsk verk á uppboði

Á listmunauppboði hjá Gallerí Fold í síðustu viku voru seld tvö verk sem tengjast Siglufirði, gamalt málverk og líkan af skipi. Málverkið var eftir Sigríði Sigurðardóttur listmálara (f. 1904, d. 1971) en hún var um tíma eiginkona hins þekkta teiknara Tryggva Magnússonar. Þetta verk er 30×42 sentimetrar og var selt á 27.500 krónur. Margt bendir…

Gráa skipið

Grátt skip hefur undanfarna daga verið á siglingu út og inn fjörðinn, nokkurn veginn stanslaust, og vafalaust hefur margur Siglfirðingurinn velt fyrir sér hvað það eiginlega væri að gera. Að sögn Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, er þarna um að ræða dýpkunarskipið Galilei 2000 frá Belgíu sem er að vinna við dýpkun á innsiglingu…

Bæjarbryggjan endurbyggð

Í gær, fimmtudaginn 10. desember, var undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Ísar ehf.  vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju, öðru nafni Hafnarbryggju, á Siglufirði. Það voru þeir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Stefán Guðjónsson forstjóri Ísar ehf. sem skrifuðu undir samninginn í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Sjá nánar hér. Mynd: Aðsend. Texti: Af heimasíðu Fjallabyggðar / Sigurður Ægisson…

Leðurblökur á Siglufirði

Þrjár leðurblökur komu til Siglufjarðar með dönsku skipi seinnipart fimmtudags í síðustu viku en uppgötvuðust ekki þar fyrr en að morgni daginn eftir, þegar uppskipun hófst. Skipið var að koma frá Belgíu með efni í Hafnarbryggjuna, en til stendur að stækka hana og laga á næstunni. Tvær leðurblakanna náðust en sú þriðja flaug út á…

Fyrsta skemmtiferðaskipið

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Siglufirði þetta sumarið kom í gærmorgun. Þetta var Fram, með um 400 farþega. Það lagði svo úr höfn um kl. 12.15. Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin þá. Von er á alls 16 slíkum heimsóknum þetta árið. Sjá nánar um það á heimasíðu Fjallabyggðar. Og hér. Mynd og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]