Tagged Gunnar I. Birgisson

Ný sjókort vantaði

Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir skort á nýj­um sjó­kort­um vera eina helstu ástæðu þess að línu­bát­ur­inn Rifs­nes strandaði skammt frá bryggju Siglu­fjarðar­hafn­ar í gær­kvöldi. Þetta mátti lesa í frétt á Mbl.is í dag. Belg­ískt sand­dælu­skip, Galilei 2000, vann sem kunnugt er í ágúst og september við að dýpka höfn­ina og hafn­ar Gunn­ar því að…

Viðlegukanturinn vígður

„Nýr viðlegukantur Bæjarbryggjunnar á Siglufirði verður formlega vígður föstudaginn 30. september nk., kl. 16.00. Mun innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, klippa á borða og opna mannvirkið formlega til notkunar. Að vígslu lokinni mun Sveitarfélagið Fjallabyggð og Fiskmarkaður Siglufjarðar bjóða til móttöku í húsi Fiskmarkaðarins. Þar munu m.a. innanríkisráðherra Ólöf Nordal, bæjarstjóri Fjallabyggðar Gunnar Birgisson og fleiri halda…

Hafnarbryggjan tekin í notkun

Á fimmtudag í nýliðinni viku, 15. september, var í Morgunblaðinu frétt um Bæjarbryggjuna, sem oftar er reyndar kölluð Hafnarbryggjan, og m.a. rætt við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Fjallabyggðar. Stefnt er að því að taka hana í notkun um komandi mánaðamót eftir miklar endurbætur og stækkun. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 27. febrúar 2016, þegar verið var…

Myndir frá því í morgun

Þjóðhátíðardagurinn í Fjallabyggð hófst með því að kl. 09.00 í morgun voru fánar dregnir að húni og kl. 11.00 hófst athöfn á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju. Kirkjukór Siglufjarðar söng tvö lög undir stjórn Rodrigo J. Thomas, eitt í upphafi og annað í lokin, bæði eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti síðan ávarp og…

Vegurinn ruddur upp í Siglufjarðarskarð

Stefnt er að því að opna veginn upp í Siglufjarðarskarð eins fljótt og verða má, þó ekki fyrr en í maí eða júní, að sögn Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Fjallabyggðar. Ekki verður farið lengra að sinni, því mikið þyrfti að gera við veginn í Hraunadal til að svo mætti verða. Ekki verður heldur borið í…

Engin áform um að hætta

„Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar að halda hátíðina Síldarævintýri á Siglufirði þó ekki sé búið að ákveða hvernig það verði gert,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð. „Það eru engin áform um að hætta með þetta.“ Óvissa hefur ríkt um hvort og hvernig verður staðið að hátíðinni síðan stjórn félagsins sem…

Siglufjörður er tromp

„Nýja hótelið á Siglufirði er aðstandendum og yfirvöldum til sóma. Fellur alveg að mannvirkjum, sem fyrir eru í miðbænum. Lágreist eins og gömlu húsin, einfalt og látlaust eins og þau. Passar við skemmur og vinnslustöðvar. Allt önnur Ella en tilsvarandi hótel í Reykjavík, sem lýsa frati á umhverfi sitt. Siglufjörður er orðinn eitt mesta aðdráttarafl…

Kanna laga­legu stöðu AFLs

„Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir það skyldu bæj­ar­ráðsins að fá að vita hver sé laga­leg staða spari­sjóðsins AFLs, áður Spari­sjóðs Siglu­fjarðar og Spari­sjóðs Skaga­fjarðar, eft­ir að til­kynnt var um yf­ir­töku Ari­on banka á sjóðnum. Sveit­ar­stjórn Skaga­fjarðar og bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hafa samþykkt að veita bæj­ar­stjór­um sveit­ar­fé­lag­anna umboð til að gæta hags­muna íbú­anna í þessu máli….

Grindur á leið upp í fjall

Þessa dagana er verið að hefja áframhaldandi uppsetningu snjóflóðavarnarstoðvirkja í Hafnarfjalli ofan við Siglufjarðarkaupstað, en verkið hófst árið 2013. Verktaki er ÍAV hf. Um er að ræða grindur samskonar og eru í Gróuskarðshnjúki, ofan við bæinn norðanverðan og sem settar voru upp haustið 2003, en umfang þessa verks er um það bil þrisvar sinnum meira….

Nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar

Nýi bæjarstjórinn okkar, Gunnar I. Birgisson, er kominn til starfa. Hann flutti í íbúðina uppi í Prentsmiðjuhúsinu gamla í fyrradag, ásamt eiginkonu sinni. Veri þau hjartanlega velkomin í Fjallabyggð. Mynd: Skjáskot út fréttatíma RÚV 28. janúar. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]