Tagged Grunnskóli Fjallabyggðar

Stórmeistari á Siglufirði

„Skákdeginum var víða fagnað í dag. Á Siglufirði hélt enginn annar en Þröstur Þórhallsson, stórmeistari, kynningu á töfrum skákarinnar fyrir áhugasama nemendur grunnskólans. Kynningin var vel sótt en alls sóttu 60 krakkar fyrirlestur Þrastar sem á ættir að rekja til Siglufjarðar.“ Þetta má lesa á Skák.is. Mynd: Skák.is. Texti: Skák.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Enginn kirkjuskóli á morgun

Ekkert barnastarf verður á morgun í Siglufjarðarkirkju. Vetrarfrí er í Grunnskóla Fjallabyggðar á mánudag og þriðjudag og margt fólk úr bænum. Hefur starfsfólk kirkjunnar því jafnan tekið sér vetrarfrí um það leyti. Næsti kirkjuskóli verður 1. nóvember kl. 11.15 og næsta guðsþjónusta 8. nóvember kl. 17.00. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Grunnskólinn settur

Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur á mánudaginn kemur, 24. ágúst. Kennsla mun svo hefjast þriðjudaginn 25. ágúst samkvæmt stundatöflu. Sjá nánar hér. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Vegna forfalla er staða grunnskólakennara laus til umsóknar. Um er að ræða afleysingu til áramóta a.m.k. Kennslugrein er tæknimennt (smíðakennsla). Upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir skólastjóri í síma 464-9150 og 845-0467 eða í gegnum netfangið jonina@fjallaskolar.is. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur.

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Starfsfólk í lengda viðveru Starfsfólk óskast til að sjá um gæslu skólabarna á aldrinum 6-8 ára að loknum skóladegi þeirra. Vinnutími er eftir hádegi. Ráðningin nær aðeins til starfstíma skólans. Starfsemin fer fram í skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði. Stuðningsfulltrúa vantar við skólann. Um er að ræða tvö 60% stöðugildi í starfstöðinni Siglufirði. Vinnutími 08.00-13.00. Starfið…

Gagnfræðaskólinn seldur

„Félag í eigu Þrastar Þórhallssonar, fasteignasala og stórmeistara í skák, hefur nú fest kaup á gamla gagnfræðaskólanum að Hlíðarvegi 18-20 á Siglufirði og hafa kaupsamningar verið undirritaðir. Þröstur ætlar að breyta gamla skólahúsnæðinu í íbúðarhús með 14 íbúðum en breytingar á húsinu hafa þegar farið í grenndarkynningu. Hönnunarvinna verkefnisins er nú í fullum gangi og…

Börn hjálpa börnum

Nýverið tók 5. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ á vegum ABC barnahjálpar. Nemendurnir gengu í hús í Fjallabyggð og söfnuðu 127.019 kr. Peningarnir munu renna til byggingar heimavistarskóla í Naírobi í Kenýa. Þakka nemendur 5. bekkjar öllum þeim sem tóku vel á móti þeim og studdu jafnframt gott málefni. Þetta má…

Hönd í hönd

Þann 21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Af því tilefni eru um alla Evrópu haldnir viðburðir tengdir fjölbreytileika undir yfirskriftinni „Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti“. Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ýmsa hópa ungs fólks á Íslandi. Í ár leitaði Mannréttindaskrifstofan til grunnskóla um að vinna saman að táknrænu verkefni….

Illugi í heimsókn

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var á Siglufirði í nýliðinni viku og heimsótti þá m.a. Grunnskóla Fjallabyggðar og leit á tökur á Ófærð. Morgunblaðið gerði því skil á laugardag, 14. mars, eins og meðfylgjandi úrklippa sýnir. Mynd: Skjáskot af umræddri frétt Morgunblaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Stóra upplestrarkeppnin

Á fimmtudag í nýliðinni viku, nánar tiltekið 5. mars, var lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þar kepptu nemendur frá Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar, alls átta talsins. Sigurvegari keppninnar var Júlía Birna Ingvarsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar. Sjá nánar hér. Mynd: Skjáskot af heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is