Tagged Grunnskóli Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar settur

Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur í dag, miðvikudaginn 24. ágúst, kl. 11.00 á Siglufirði og kl. 13.00 í Ólafsfirði. Nemendur í vetur verða alls 207, þar af 116 á Siglufirði, í 2.-4. bekk og 8.-10 bekk, og 91 í Ólafsfirði, í 2.-7. bekk. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Höllin bauð lægst

„Tvö tilboð bárust í verðkönnun Fjallabyggðar fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Veitingahúsið Allinn á Siglufirði bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara. Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til…

Skólasýning í dag

Í dag, 4. maí, verður opið hús í Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem verk nemenda verða til sýnis. Við Norðurgötu á Siglufirði verður opið kl. 16.00-18.00 og við Tjarnarstíg í Ólafsfirði kl. 17.00-19.00. Kaffisala á vegum 9. bekkjar verður í báðum skólahúsum. Meðfylgjandi ljósmynd er frá sýningunni 2013. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Hjólað í skólann

„Nokkrir krakkar úr 6. og 7. bekk komu hjólandi langa leið í skólann í morgun. Þessir nemendur eru allir búsettir á Siglufirði og komu hjólandi til Ólafsfjarðar ásamt fylgdarmanni. Ferðin tók um 55 mínútur og verður örugglega endurtekin að þeirra sögn.“ Þetta gaf að lesa á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar í dag. Nemendurnir, sem fóru þessa…

Sýnishorn frá Vorhátíð

Vorhátíð 1.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði 13. apríl síðastliðinn og eins og fyrri árin var hún öllum sem að henni stóðu til mikils sóma. Algjörlega frábær skemmtun. Hér má nálgast sýnishorn og líka hér. Sjá annars nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu skólans. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Birna sigraði

Í gær, miðvikudaginn 2. mars, fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, þar sem tveir nemendur úr Árskógarskóla, þrír úr Grunnskóla Fjallabyggðar og fjórir úr Dalvíkurskóla öttu kappi. Fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar voru Birna Björk Heimisdóttir, Eyjólfur Svavar Sverrisson og Tinna Elísa Guðmundsdóttir. Leikar fóru þannig að Birna Björk Heimisdóttir…

Ást gegn hatri

„Ást gegn hatri“ er yfirheitið á fyrirlestrum þeirra feðgina Selmu Bjarkar og Hermanns Jónssonar um það hvernig best er að taka á einelti, en þau heimsækja Fjallabyggð 25. og 26. febrúar. Fyrirlestrarnir, sem eru í boði Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, eru öllum opnir. Sjá nánar hér. Mynd: Fengin af Facebook-síðunni Ást gegn hatri. Texti: Fjallabyggð.is /…

Enginn kirkjuskóli á morgun

Ekkert barnastarf verður á morgun í Siglufjarðarkirkju. Vetrarfrí var í Grunnskóla Fjallabyggðar á fimmtudag og föstudag og margt fólk úr bænum. Hefur starfsfólk kirkjunnar því jafnan tekið sér vetrarfrí um það leyti. Næsti kirkjuskóli verður 21. febrúar kl. 11.15 og næsta guðsþjónusta 28. febrúar kl. 17.00. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Hæfileikakeppni grunnskólans

Hæfileikakeppni 1.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin síðdegis í gær í Tjarnarborg í Ólafsfirði, í samstarfi við Tónskóla Fjallabyggðar. Fullt var út úr húsi. Þarna steig fjöldi hæfileikraríkra barna og ungmenna á svið og heillaði salinn með frábærri skemmtun – dansi, hljóðfæraleik og söng. Meðfylgjandi ljósmyndir tala sínu máli. Myndir og texti: Sigurður Ægisson |…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]