Tagged Gestur Hansson

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Hvanndalaskriður II

Nokkrir lesendur Siglfirðings.is höfðu samband í kjölfar fréttarinnar af báts- eða skipsvélinni sem Gestur Hansson fann í fjörunni undir Hvanndalaskriðum á dögunum og bentu á heimildir um tvö skip sem farist höfðu á þessum slóðum, annað 24. október 1888, skonnortan Herta eða Hertha, og hitt 22. september 1959, vélbáturinn Margrét NK 49. Í blaði einu…

Ganga í Skútudal

Eins og lesendum ætti að vera kunnugt hleyptu fjallakempurnar Gestur Hansson og Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir af stokkunum nýrri heimasíðu, Topmountaineering.is, í mars árið 2014. Þar buðu þau upp á gönguferðir með leiðsögn um fjöllin umhverfis Siglufjörð og gera enn. Um er að ræða „allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða þar sem klofað er yfir fjallseggjar úr…

Flygildi yfir Hafnarfjalli

Gestur Hansson, snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands, tók þátt í áhugaverðu verkefni á dögunum, sem fólst í að flytja menn og tæknibúnað frá EFLU verkfræðistofu upp í Skarðsdal, þaðan sem vel tækjum búnu flygildi var skotið á loft í átt að Hafnarfjalli í því skyni að taka myndir af snjóalögunum þar í efra, til að komast að…

Hefðu orðið verulega ógnandi

Eins og greint var frá hér á Siglfirðingi.is 26. febrúar síðastliðinn hrúguðust snjóflóðin, sem tæplega viku áður höfðu fallið ofan við bæinn, upp á Ríplana, og kvaðst Gestur Hansson, snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands, aldrei hafa séð annað eins þarna. Í gær fjallaði RÚV um þessi sömu snjóflóð og ræddi við Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðing. Sjá nánar þar….

Ofan af Hafnarfjalli

Það er fagurt um að litast af Hafnarfjalli, eins og sjá má af myndinni sem Gestur Hansson, snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands, tók þaðan í gær. Og mikill er snjórinn. Mynd: Gestur Hansson. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Allt á hreyfingu

Mikið hefur fennt á norðanverðu landinu undanfarna sólarhringa og hefur Siglufjarðarvegur t.a.m. verið lokaður vegna snjóflóða. „Ég held að það hafi skapast nákvæmlega sama ástand núna og í ágúst í fyrra í rigningunni, þegar Hvanneyraráin fór úr böndum. Það er búin að vera gríðarleg ofankoma á tiltölulega litlu svæði yst á Tröllaskaga, með þessum afleiðingum sem…

Grjóthrun

Um hádegisbilið í gær urðu Gestur Hansson, snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands í Siglufirði, og kona hans, Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir, vör við högg eða lítinn jarðskjálfta hér í firðinum en veittu því ekki nánari athygli að svo stöddu. Þegar Hulda fór svo í göngu seinni partinn með hundinn kom í ljós hvað hafði valdi þessu, því stærðarinnar…

Jeppagormar í þjónustu Veðurstofu Íslands

Snjóflóð eru þær náttúruhamfarir sem kostað hafa einna flest mannslíf á Íslandi, allt frá landnámi til okkar daga. Þau falla þegar yfirdráttur jarðar verður sterkari en samloðunarkraftur snjóþekjunnar. Eitt það mannskæðasta hér á landi varð árið 1613, að því er sagnir herma, þegar 50 manns fórust í Nesskriðum á aðfangadagskvöld á leið til jólamessu á…

Ríplarnir sanna gildi sitt

Snjóflóð féll á Siglufirði í síðustu viku, sem stöðvaðist á varnargarði fyrir ofan bæinn. Hefði hann ekki verið þar, hefði flóðið líklega náð að efstu húsum í bænum. Flóðið féll líklegast þann 12. desember en varnargarðurinn er ofan Hávegar. Íbúar þar sem fréttastofa hefur rætt við urðu ekki varir við snjóflóðið að nokkru leyti og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]