Tagged Fríða Björk Gylfadóttir

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

Fríða opnar nýtt kaffihús

Fríða Björk Gylfadóttir opnaði í dag nýtt og stórglæsilegt kaffihús í gömlu vinnustofu sinni við Túngötuna. Það ber að sjálfsögðu nafnið Frida. Allt súkkulaði sem þar er til sölu er framleitt af listakonunni góðu og má þar nefna bjór- og gráðaostakonfektmola, sem eru engu líkir. Kaffihúsinu verða gerð betri skil hér innan tíðar, með ítarlegu…

Fríða Björk í Paradísarheimt

Fríða Björk Gylfadóttir, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015, kann ýmislegt fyrir sér. Það eru engin ný tíðindi. Eflaust kemur Héðinsfjarðartrefillinn stórkostlegi fyrstur upp í huga margra, en saga hennar er miklu dýpri en það. Til að fá örlitla nasasjón af því sem hún hefur verið að fást við í gegnum tíðina er ágætt að líta inn á vinnustofu…

Fríða með sýningu

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015, Fríða Björk Gylfadóttir, verður með yfirlitssýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði um komandi helgi. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Forsíðumynd: Fengin af heimasíðu Fríðu. Auglýsing: Aðsend. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Þann 4. janúar og 10. september 2011, 28. janúar, 21. júlí…

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Fríða Björk Gylfadóttir er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015. Er hún vel að þeirri nafnbót komin. Við útnefninguna, sem fram fór við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 18.00-19.00 í gær, var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2015. Nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar og fleiri sáu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is