Tagged Fjallabyggð

Vill skýrari reglur

„Daní­el Guðjóns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, von­ast til að úr­sk­urður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins um lög­gæslu­kostnað vegna Síld­ar­æv­in­týr­is­ins á Sigluf­irði verði leiðbein­andi fyr­ir bæj­ar­hátíðir í land­inu. Ráðuneytið hef­ur til meðferðar kvört­un Fjalla­byggðar vegna um­sagn­ar embætt­is lög­reglu­stjóra Norður­lands eystra út af um­sókn um tæki­færis­leyfi fyr­ir Síld­ar­æv­in­týrið. Fjalla­byggð neitaði að greiða lög­gæslu­kostnað vegna hátíðar­inn­ar. Í sam­komu­lagi við…

Kveðið úr kirkjuturninum

Margir hafa veitt athygli undarlegum söng sem hljómað hefur að undanförnu úr kirkjuturninum á Siglufirði – á hádegi og síðdegis. Skal nú upplýst að þarna var um „listrænan gjörning“ að ræða sem koma átti forsvarsmönnum og gestum Þjóðlagahátíðar á óvart. Ónefndur heimamaður kvað þar gamla stemmu um ellina, þegar fátt er annað eftir en yndið…

Mokað yfir Álfkonustein

Í Selgili á Hvanneyrarströnd er afar merkilegur steinn, í rituðum heimildum kallaður Álfkonusteinn. Hafa varðveist a.m.k. þrjár sögur honum tengdar, ein frá 19. öld og tvær frá 20. öld. Hér er því um menningarverðmæti að ræða. Athygli ritstjóra þessarar vefsíðu var vakin á því í enduðum júnímánuði síðastliðnum að búið væri að færa steininn nánast…

Vill lögreglu í Múlagöng

„Bæjarráð Fjallabyggðar hefur skorað á lögregluyfirvöld að tryggja umferðarstjórn og öryggi vegfarenda um Múlagöng við Ólafsfjörð á álagstímum. Mikið álag er á þessum einbreiðu göngum þegar stórir viðburðir eru á svæðinu. Múlagöng eru 3,4 km á lengd og voru opnuð árið 1991.“ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar. Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected] Texti:…

Líkan af Drangi

„Á mánudag færðu Sigurður, Snæbjörn og Jósef Guðbjartssynir, Jón Ellert Guðjónsson og fjölskyldur þeirra Síldarminjasafninu líkan af flóabátnum Drangi. Sigurður, Snæbjörn og Jósef eru synir Guðbjarts Snæbjörnssonar fyrrum skipstjóra á Drangi. Drangur er stór þáttur í samgöngusögu Fjallabyggðar, þ.e. bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en á árunum 1946-1991 sigldi hann á norðlenskar hafnir tvisvar til þrisvar…

Norska sjómannaheimilið lagað

Þessa dagana er verið að dytta að þaki Norska sjómannaheimilisins að Aðalgötu 27, sem nú hýsir Fiskbúð Siglufjarðar og Tónskóla Fjallabyggðar. Að sögn Ármanns Viðars Sigurðssonar deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar var töluvert af flísum eða steinskífum þar brotið. Verið var að rífa sambærilegt þak á Akureyri og fékk sveitarfélagið þær steinskífur gefins frá eiganda þess húss….

Siglfirðingur.is er sex ára

Siglfirðingur.is er sex ára í dag. Hann fór af stað 3. júlí árið 2010 eftir um mánaðar undirbúningstíma. Horft er mestan partinn á það jákvæða í samfélaginu og reynt, einkum í lengri greinum og viðtölum, að hafa mannlega þáttinn í fyrirrúmi, söguna, arfleifðina og það að fræða.  Ritstjóri þakkar hinum fjölmörgu lesendum, í rúmlega 100 þjóðlöndum, samfylgdina…

Höllin bauð lægst

„Tvö tilboð bárust í verðkönnun Fjallabyggðar fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Veitingahúsið Allinn á Siglufirði bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara. Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til…

Síldarævintýrið lifir

„Uppi hafa verið vangaveltur á meðal fólks hvort hið árlega Síldarævintýri um Verslunarmannahelgina verði í ár. Því er til að svara að svo verður og er verið að vinna á fullu í því að setja saman dagskrá. Líkt og fyrri ár er áherslan lögð á fjölbreytta fjölskyldudagskrá.“ Þetta segir á heimasíðu Fjallabyggðar. Og áfram: „Sú…

Myndir frá því í morgun

Þjóðhátíðardagurinn í Fjallabyggð hófst með því að kl. 09.00 í morgun voru fánar dregnir að húni og kl. 11.00 hófst athöfn á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju. Kirkjukór Siglufjarðar söng tvö lög undir stjórn Rodrigo J. Thomas, eitt í upphafi og annað í lokin, bæði eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti síðan ávarp og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]