Tagged Fjallabyggð

Viðlegukanturinn vígður

„Nýr viðlegukantur Bæjarbryggjunnar á Siglufirði verður formlega vígður föstudaginn 30. september nk., kl. 16.00. Mun innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, klippa á borða og opna mannvirkið formlega til notkunar. Að vígslu lokinni mun Sveitarfélagið Fjallabyggð og Fiskmarkaður Siglufjarðar bjóða til móttöku í húsi Fiskmarkaðarins. Þar munu m.a. innanríkisráðherra Ólöf Nordal, bæjarstjóri Fjallabyggðar Gunnar Birgisson og fleiri halda…

Menningarminjar í Fjallabyggð

Hafin er skráning menningarerfða í Fjallabyggð. Hún er liður í samstarfsverkefni milli tveggja stofnana í Noregi og ÞjóðListar ehf. á Íslandi og styrkt af Norsk-íslenska samstarfssjóðnum. Unesco, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi hvatt til slíkrar skráningar í heiminum öllum. Sjá nánar hér og hér. Mynd: Skjáskot af umfjöllun N4. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Blakæfingar í Fjallabyggð

Blakfélag Fjallabyggðar (BF) er með skipulagðar blakæfingar í íþróttahúsinu á Siglufirði á eftirtöldum tímum: Mánudagur kl. 17:00-18:00: Krakka- og unglingablak fyrir 4.-10. bekk. Mánudagur kl. 18:00-19:30: Karlar. Mánudagur kl. 19:30-21:00: Konur. Miðvikudagur kl. 18:00-19:30: Karlar og konur. Fimmtudagur kl. 20:00-21:30: Íslandsmótshópur kvenna. Nýir iðkendur eru hvattir til að prufa þessa skemmtilegu íþrótt og upplifa frábæran…

Hafnarbryggjan tekin í notkun

Á fimmtudag í nýliðinni viku, 15. september, var í Morgunblaðinu frétt um Bæjarbryggjuna, sem oftar er reyndar kölluð Hafnarbryggjan, og m.a. rætt við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Fjallabyggðar. Stefnt er að því að taka hana í notkun um komandi mánaðamót eftir miklar endurbætur og stækkun. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 27. febrúar 2016, þegar verið var…

Blágræni sveppurinn

Fyrsta ágúst síðastliðinn fundu Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson merkilegan svepp í Skarðdalsskógi. Sá var blágrænn að lit og reyndist, þegar Kerstin Gillen sveppafræðingur var búin að rannsaka hann á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, hér vera um að ræða Stropharia aeruginosa. Sú tegund hefur aldrei áður fundist í Siglufirði og eina dæmið um hana…

Hreinsað frá Álfkonusteini

Í ágústmánuði í fyrra, eftir rigningarnar miklu í Siglufirði, var í ógáti mokað að stórum hluta yfir Álfkonustein sem þar er að finna neðarlega í Selgili á Hvanneyrarströndinni. Þetta gerðist þegar starfsmenn verktakafyrirtækisins Báss hf. voru að hreinsa gríðarlegar aurskriður sem lent höfðu á veginum og talið er að hafi verið 10-12.000 rúmmetrar að umfangi…

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

„Frá því í byrjun árs 2014 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð verið í samstarfi er lýtur að því að hafa einn skólastjóra yfir tónlistarskólum sveitarfélaganna. Það samstarf hefur gengið ágætlega. Í samningi sem var gerður um þetta samstarf var ákvæði þar sem lýst var yfir vilja til frekara samstarfs og jafnvel yrði skrefið stigið til…

Fiskbúð Fjallabyggðar

Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…

Undirritun á sjöundu braut

Golfklúbbur Siglufjarðar og sjálfseignarstofnunin Leyningsás hafa skrifað undir viljayfirlýsingu sem kveður m.a. á um að nýr golfvöllur, sem stofnunin stendur að, verði heimavöllur klúbbsins, en stefnt er að því að taka völlinn í notkun á næsta ári. Ingvar Hreinsson, formaður golfklúbbsins, og Valtýr Sigurðsson, stjórnarformaður Leyningsáss, skrifuðu undir yfirlýsinguna á vallarsvæðinu, nánar tiltekið á sjöundu…

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hafa í nokkurn tíma unnið að sameiningu á tónskólum sveitarfélaganna. Vinnan hefur gengið vel og er líklegt að við sameiningu verði hagræðing fyrir sveitarfélögin og þau sem nýta sér þjónustuna. Samkvæmt samningsdrögum mun nýr skóli heita Tónlistarskólinn á Tröllaskaga og er gert ráð fyrir að hann hefji starfssemi strax í upphafi skólaárs…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]