Tagged Eyþór Ingi Jónsson

Útgáfutónleikar í Ólafsfjarðarkirkju

Tónleikar verða í Ólafsfjarðarkirkju á morgun, þriðjudaginn 29. desember, kl. 20.00. Jón Þorsteinsson, tenór, og Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, flytja jóla- og nýárssálma af nýútkomnum diski þeirra Inn er helgi hringd. Tónleikarnir eru liður í 100 ára afmælishátíð Ólafsfjarðarkirkju. Verum öll velkomin til kirkju. Sóknarnefnd. Mynd og texti: Aðsent.

Inn er helgi hringd

Út er kominn geisladiskurinn Inn er helgi hringd. Á diskinum er 18 jóla- og nýárssálmar. Jón Þorsteinsson, tenór syngur við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar, organista Akureyrarkirkju. Diskurinn er gjöf Jóns til Ólafsfjarðarkirkju í tilefni 100 ára afmælis hennar. Diskurinn kostar 3.000 krónur og hægt er að panta eintök á netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is. Einnig er diskurinn til…

Hátíðasöngvarnir hljóðritaðir

„Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar hafa nú verið hljóðritaðir í heild sinni í fyrsta skipti. Útgáfan er nokkurs konar kveðjugjöf félaga í Kór Dalvíkurkirkju til kórstjórans sem lét af störfum nýlega eftir rúmlega aldarfjórðungs starf.“ Þetta sagði í kvöldfréttum RÚV. Um undirleik sá Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, og upptökumaður var Gunnar Smári Helgason. Sjá…

Fánalitirnir

Á laugardaginn kemur, 18. október, verða áhugaverðir tónleikar í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þeir nefnast Fánalitirnir – norsk og íslensk þjóðlög í nýjum litum. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is