Tagged Eyjafjörður

Siglufjörður kominn á kortið

Kortið á ljósmyndinni hér fyrir ofan hangir uppi á töflu í Listasafni Íslands, á svæði þar sem ungum listamönnum gefst færi á að tjá sig með list. Listakonan unga heitir Lea og er frá Minnesota (þar sem margir norrænir Vesturfarar settust að, m.a. Íslendingar). Hún hefur teiknað kortið 19. ágúst síðastliðinn til að koma því…

Grjótkrabbi finnst í Siglufirði

Þrír ungir veiðigarpar – Mikael Sigurðsson, 12 ára, og Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, 13 ára – náðu grjótkrabba í gildru 18. júlí síðastliðinn við Óskarsbryggju í Siglufirði, rétt innan við Öldubrjót. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að grjótkrabba varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006 en þá fannst hann í Hvalfirði….

Jarðgöng á Tröllaskaga

Eftirfarandi grein Kristjáns L. Möller kom 9. júní á prenti í Bændablaðinu sem svar við ýmsum rangfærslum sem birtust þar um Siglufjarðargangatillögu hans frá því í apríl síðastliðnum. Grein Kristjáns er á bls. 60. Orðrétt segir hann:   Jarðgöng á Tröllaskaga Bændablaðið leiðrétt Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí s.l. var…

Hvalaskoðun á Hauganesi

Siglo Sea Safari mun ekki byrja í sumar, eins og ráð hafði þó verið fyrir gert, af óviðráðanlegum ástæðum, en mætir tvíeflt til leiks að ári. Fyrir þau sem áhuga hefðu á hvalaskoðun í seilingarfjarlægð þetta sumarið má óhikað benda á Hauganes við Eyjafjörð, þangað er einungis 40 mínútna akstur, en það er elsta starfandi…

Hjónakoss á Múlakollu

Af Múlakollu, sem er efsti hluti Ólafsfjarðarmúla, 984 m.y.s., er útsýni stórkostlegt og sést vítt um fjöll og dali. Það var eins í fyrradag, 9. apríl, þegar þar uppi fór fram giftingarathöfn í blíðskaparveðri, sú fyrsta sem vitað er um. Brúðhjónin voru komin alla leið frá Svíþjóð til að ganga í það heilaga, hann Ólafsfirðingur,…

Sólmyrkvinn

Það var stórfenglegt að horfa á tunglið læðast fyrir sólina í morgun. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á Múlavegi, við Sauðanes. Sú fyrir ofan kl. 09.28 og hin kl. 09.44. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Haftyrðlar í vanda

Í norðangarranum undanfarið hefur eitthvað af haftyrðlum borist undan vindi og upp á land í Siglufirði og vafalaust annars staðar hér í kring. Hefur fólk verið að rekast á þá í görðum og víðar nærri húsum. Eina leiðin til að bjarga þeim er að koma þeim á sjóinn aftur eins fljótt og auðið er. Besti…

Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Siglufirði er staðsett í Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu. Fjöldahjálparstöðin verður opin…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]