Tagged Dalvík

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Styrktartónleikar í Segli 67

Gis Johannsson mun spila í Segli 67 í kvöld, 13. ágúst, frá kl. 21.00 til 22.30, einn með kassagítarinn, bæði sín eigin lög og einnig nokkur vel valin úr handraðanum. Gis er Dalvíkingur að uppruna en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 25 ár. Fyrst starfaði hann í Los Angeles, en hljómsveit hans, Big City,…

Byrjuðu með fjórar hendur tómar

Bakaríið á Siglufirði er á góðri leið með að verða miðdepill hins gamla síldarpláss þessi misserin, ef það er ekki nú þegar orðið það, því þangað streymir fólk alls staðar að til að ná sér í eitthvert gúmmelaði eða þá bara setjast niður með kaffibolla eða te í hönd, slappa af og njóta þess sem…

Birna sigraði

Í gær, miðvikudaginn 2. mars, fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, þar sem tveir nemendur úr Árskógarskóla, þrír úr Grunnskóla Fjallabyggðar og fjórir úr Dalvíkurskóla öttu kappi. Fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar voru Birna Björk Heimisdóttir, Eyjólfur Svavar Sverrisson og Tinna Elísa Guðmundsdóttir. Leikar fóru þannig að Birna Björk Heimisdóttir…

Jákvæð áhrif Héðinsfjarðarganga

„Helstu niðurstöður um Héðinsfjarðargöngin, sem kynntar voru í gær á málþingi í tilefni af fimm ára afmæli ganganna, eru að þau hafa haft jákvæð áhrif á sveitarfélagið Fjallabyggð. Helst finnst Ólafsfirðingum stjórnendur sveitarfélagsins hygla Siglfirðingum.“ Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu hér fyrir neðan. Forsíðumynd og texti: Sigurður Ægisson…

Siglufjörður er tromp

„Nýja hótelið á Siglufirði er aðstandendum og yfirvöldum til sóma. Fellur alveg að mannvirkjum, sem fyrir eru í miðbænum. Lágreist eins og gömlu húsin, einfalt og látlaust eins og þau. Passar við skemmur og vinnslustöðvar. Allt önnur Ella en tilsvarandi hótel í Reykjavík, sem lýsa frati á umhverfi sitt. Siglufjörður er orðinn eitt mesta aðdráttarafl…

Söngskemmtun

Karlakór Fjallabyggðar heldur söngskemmtun í Bergi, Dalvík, fimmtudaginn 14. maí (uppstigningardag) kl. 20.30. Kórinn er skipaður rúmlega 20 söngmönnum frá Siglufirði, Ólafsfirði og Fljótum. Á söngskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum, hefðbundin karlakórslög og einnig létt og skemmtileg lög þar sem hljómsveit kórsins leikur með, ásamt nemendum úr Tónskóla Fjallabyggðar. Stjórnandi og…

Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015

Það hefur lengi verið þekkt að meðalaldur íbúa Fjallabyggðar, ekki síst Siglufjarðar, hefur verið hærri en flestra annarra sveitarfélaga. Nú hefur Samband íslenskra sveitarfélaga birt á vefsíðu sinni skjal sem sýnir breytingar á aldurssamsetningu sveitarfélaga frá 1998 til 2015. Þegar skoðaður er svonefndur aldurspýramídi fyrir Fjallabyggð má greinilega sjá hvernig fjölgað hefur hlutfallslega í elstu…

Sameining lögregluumdæma

„Nú styttist í sameiningu nokkurra lögregluumdæma á Íslandi en sú breyting tekur gildi um áramótin. Hingað til hafa sýslumenn vítt og breitt um landið farið með hlutverk lögreglustjóra, hver í sínu umdæmi. Breytingarnar fela það í sér að embætti verða sameinuð og stækkuð og um leið verða löggæsluverkefni skilin frá verkefnum sýslumanna og þá verða…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]