Tagged Björgunarsveitin Strákar

Unglingastarfið í miklum blóma

Í Fjallabyggð hafa orðið miklar breytingar á fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum eftir opnun Héðinsfjarðarganganna 2. október árið 2010, en sem kunnugt er varð það sveitarfélag til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Grunn,- leik- og tónskólar voru sameinaðir, sem og nokkur íþróttafélög, og einnig var opnaður nýr menntaskóli á Ólafsfirði haustið 2010, MTR,…

Siglufjarðarpistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

Styrktartónleikar í Segli 67

Gis Johannsson mun spila í Segli 67 í kvöld, 13. ágúst, frá kl. 21.00 til 22.30, einn með kassagítarinn, bæði sín eigin lög og einnig nokkur vel valin úr handraðanum. Gis er Dalvíkingur að uppruna en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 25 ár. Fyrst starfaði hann í Los Angeles, en hljómsveit hans, Big City,…

Rak vélarvana inn í Hvanneyrarkrókinn

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út seinnipartinn í gær til að aðstoða lítinn fiskibát sem rak vélarvana undan norðanvindi inn í Hvanneyrarkrókinn vestanverðan og stefndi upp í fjöru. Að sögn Áka Valssonar tókst aðgerðin í alla staði vel. Á meðfylgjandi ljósmynd sést hvar Sigurvin er með bátinn við síðu á leið fyrir Öldubrjótinn og…

Flugeldasala Stráka

Björgunarsveitin Strákar er með flugeldasölu þessa dagana í höfuðstöðvum sínum á Eyrinni, líkt og undanfarin ár, og því tilvalið fyrir heimafólk að líta þangað niður eftir og styðja við bakið á drengjunum með því að festa kaup á einhverju girnilegu. Opnunartímann má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]