Tagged Bjarni Þorsteinsson

Kveðið úr kirkjuturni

Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri…

Kveðið úr kirkjuturninum

Margir hafa veitt athygli undarlegum söng sem hljómað hefur að undanförnu úr kirkjuturninum á Siglufirði – á hádegi og síðdegis. Skal nú upplýst að þarna var um „listrænan gjörning“ að ræða sem koma átti forsvarsmönnum og gestum Þjóðlagahátíðar á óvart. Ónefndur heimamaður kvað þar gamla stemmu um ellina, þegar fátt er annað eftir en yndið…

Myndir frá því í morgun

Þjóðhátíðardagurinn í Fjallabyggð hófst með því að kl. 09.00 í morgun voru fánar dregnir að húni og kl. 11.00 hófst athöfn á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju. Kirkjukór Siglufjarðar söng tvö lög undir stjórn Rodrigo J. Thomas, eitt í upphafi og annað í lokin, bæði eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti síðan ávarp og…

Aðalfundur KGSÍ

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn laugardaginn 28. maí síðastliðinn á Siglufirði og var þetta 21. aðalfundur KGSÍ, en þeir hafa verið haldnir árlega í öllum landshlutum. KGSÍ var stofnað í desember 1995 eftir nokkra undirbúningsvinnu, sem meðal annars fólst í því að kanna þörf á slíku sambandi hér á landi. Stjórn KGSÍ ályktaði að…

Úr kirkjuturni á Siglufirði

Egill Helgason er staddur á Siglufirði vegna þáttagerðar, sem nánar verður frá greint síðar. Á miðvikudag birti hann eftirfarandi pistil á heimasíðu sinni: „Ég fékk að klöngrast upp í kirkjuturninn á Siglufirði í gær – í mikilli sumarblíðu. Það er ekki alveg auðvelt fyrir mann af minni stærð, það er upp þrönga stiga og op…

Góð heimsókn frá Akureyri

Í morgun komu um 100 nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum – þar á meðal Sverri Páli Erlendssyni – í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafnsins (Bátahúsinu, Gránu og Roaldsbrakka), á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð…

Hátíðasöngvarnir hljóðritaðir

„Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar hafa nú verið hljóðritaðir í heild sinni í fyrsta skipti. Útgáfan er nokkurs konar kveðjugjöf félaga í Kór Dalvíkurkirkju til kórstjórans sem lét af störfum nýlega eftir rúmlega aldarfjórðungs starf.“ Þetta sagði í kvöldfréttum RÚV. Um undirleik sá Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, og upptökumaður var Gunnar Smári Helgason. Sjá…

Þrjátíu metra langt hús

Í vikunni birti Kristján Runólfsson skemmtilega mynd á Facebook-síðu sem nefnist Siglfirðingar fyrr og nú. Þetta var mynd af stóru húsi og Kristján spurði hvort einhver þekkti það. Við fyrstu sýn var augljóst að myndin var frá Siglufirði. Hús sem var í baksýn var prestssetrið að Hvanneyri við Siglufjörð, á tímum séra Bjarna Þorsteinssonar. Fljótlega…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]