Tagged Belgía

Gráa skipið

Grátt skip hefur undanfarna daga verið á siglingu út og inn fjörðinn, nokkurn veginn stanslaust, og vafalaust hefur margur Siglfirðingurinn velt fyrir sér hvað það eiginlega væri að gera. Að sögn Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, er þarna um að ræða dýpkunarskipið Galilei 2000 frá Belgíu sem er að vinna við dýpkun á innsiglingu…

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

Leðurblökur á Siglufirði

Þrjár leðurblökur komu til Siglufjarðar með dönsku skipi seinnipart fimmtudags í síðustu viku en uppgötvuðust ekki þar fyrr en að morgni daginn eftir, þegar uppskipun hófst. Skipið var að koma frá Belgíu með efni í Hafnarbryggjuna, en til stendur að stækka hana og laga á næstunni. Tvær leðurblakanna náðust en sú þriðja flaug út á…

Siglufjarðarkirkju fært að gjöf hvítt altarisklæði

Stjórn Bettýarsjóðs, fyrir hönd Sinawikklúbbs Siglufjarðar, færði í kvöld Siglufjarðarkirkju, á aðventuhátíð sem þar var, hvítt altarisklæði að gjöf úr Bettýarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður  af Sinawikklúbbi Siglufjarðar, til minningar um Guðrúnu Margréti  Ingimarsdóttur, sem fædd var 4. mars 1945, en lést 30. apríl 1976. Þótt sjóðurinn sé stofnaður undir nafni Guðrúnar, sem alltaf var kölluð…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is