Gráa skipið
Grátt skip hefur undanfarna daga verið á siglingu út og inn fjörðinn, nokkurn veginn stanslaust, og vafalaust hefur margur Siglfirðingurinn velt fyrir sér hvað það eiginlega væri að gera. Að sögn Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, er þarna um að ræða dýpkunarskipið Galilei 2000 frá Belgíu sem er að vinna við dýpkun á innsiglingu…