Tagged Bátahúsið

Síldarstúlka

Í gær, laugardaginn 13. ágúst, færðu systurnar Anna Sigríður, Alda, Halldóra og Þórdís Jónsdætur Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Verkið er gefið í minningu foreldra þeirra, Sigurlaugar Davíðsdóttur, sem saltaði síld í 42 sumur og Jóns Þorkelssonar skipstjóra, síldarmatsmanns og verkstjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Afkomendur þeirra Jóns og Sigurlaugar voru saman…

Guðni Th. Jóhannesson forseti

Guðni Th. Jóhannesson var í gær kjörinn 6. forseti Íslands og tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi. Í dag á hann aukinheldur afmæli. Siglfirðingur.is óskar landsmönnum öllum, nær og fjær, til hamingju með hinn nýja forseta og honum sjálfum líka og eiginkonu hans, Elizu Reid, og börnum til hamingju með daginn og embættið háa. Þau öll…

Guðni í Bátahúsinu

Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðandi til forseta Íslands, mun halda opinn fund í Síldarminjasafninu (Bátahúsinu) á morgun, þriðjudaginn 14. júní, frá kl. 17.30 til 18.30. Á fundinum mun Guðni kynna framboð sitt fyrir forsetakosningar 2016 ásamt því að svara spurningum gesta. Allir hjartanlega velkomnir. Mynd og texti: Aðsent.

Hollenskur verðlaunarithöfundur kominn með bók heim til Siglufjarðar

Íslandsvinurinn og barnabókahöfundurinn Marjolijn Hof, sem fædd er í Amsterdam í Hollandi árið 1956, hefur margoft komið hingað til lands, ferðast um hálendið og dvalið á gestavinnustofum listamanna, t.d. í Gullkistunni á Laugarvatni og í Herhúsinu á Siglufirði. Það var einmitt á Síldarminjasafninu á Siglufirði sem hugmyndin að nýjustu bók hennar kviknaði. Og ofan í…

Menningarlæsi á Siglufirði

Um 130 nemendur í menningarlæsi í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri fóru í gær í námsferð til Siglufjarðar ásamt sjö kennurum. Um er að ræða fimm bekki og fóru þeir hringferð um söfnin hér í bæ – Roaldsbrakka, Gránu, Bátahúsið og Slippinn – og nokkrir auk þess í Þjóðlagasetrið. Einnig var komið við í Siglufjarðarkirkju….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is