Tagged Baltasar Kormákur

Illugi í heimsókn

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var á Siglufirði í nýliðinni viku og heimsótti þá m.a. Grunnskóla Fjallabyggðar og leit á tökur á Ófærð. Morgunblaðið gerði því skil á laugardag, 14. mars, eins og meðfylgjandi úrklippa sýnir. Mynd: Skjáskot af umræddri frétt Morgunblaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Eins og veðurguðir lesi handritið

„Í liðinni viku tóku kvikmyndagerðarmenn að safnast saman í snjóþungum Siglufirði og hófu þar tökur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Áður munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Studios, eru tökudagar um 85. Gerðir verða tíu tæplega…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]